Klíó skrif og ritstjórn bíður upp á ritsmiðjur fyrir skúffuskáld á Bókasafni Hafnarfjarðar. Ekkert þátttökugjald – skráning á bokasafn@hafnarfjordur.is

Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna, og er leitt af Sæunni Unu Þórisdóttur og Ásdísi Káradóttur. Þær eru bókmenntafræðingar með bakgrunn í ritlist og ritstjórn sem fara fyrir fjögurra skipta námskeiði í ritlist fyrir skúffuskáld og nýpenna, ætluðu til þess að hvetja einstaklinga til þess að skrifa betri texta og að taka gagnrýni á skrif sín. Námskeiðið er öllum opið og ókeypis, engrar forþekkingar né reynslu er krafist.

Námskeiðið er ólíkt öðrum námskeiðum fyrir skúffuskáld að ýmsu leiti og sem dæmi má nefna að;

· Þátttakendur munu kynnast ritstjórnarferlinu.

· Þátttakendum er boðið að skila inn texta og fá ritstjórn og endurgjöf.

· Farið verður yfir praktísk atriði varðandi útgáfu.

· Þátttakendur læra að nýta leidda hugleiðslu við hugmyndavinnu.

· Æft verður hvernig hægt er að nota myndir og minningar sem kveikjur.

Námskeiðið verður fjögur skipti, tvo tíma í senn frá 16:00 til 18:00 á eftirfarandi dagsetningum: þriðjudaginn 3. október, fimmtudaginn 5. október, þriðjudaginn 10. október, og fimmtudaginn 12. október.

Skráning fer fram í tölvupósti á bokasafn@hafnarfjordur.is eða á skilaboðum hér á Facebook.
Ábendingagátt