Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Kristín Eiríksdóttir hefur unnið að myndlist og skrifað leikrit og ljóð en þekktust er hún fyrir prósaverk sín, smásagnasafnið Doris deyr frá 2010, Hvítfeld fjölskyldusaga frá 2012 og Elín, ýmislegt, sem kom út árið 2017. Fyrir hana fékk Kristín Íslensku bókmenntaverðlaunin og Fjöruverðlaunin, auk þess sem bókin var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hún gaf nýlega út bókina Tól, sem er hennar nýjunda bók, og mun hún ræða hana í heimsókn sinni á bókasafnið.

Tól segir frá kvikmyndagerðarkonunni Villu Dúadóttir sem situr fyrir svörum á heimildamyndahátíð í Stokkhólmi en spurningarnar vefjast fyrir henni. Nákvæmlega hvernig tengdist hún hvalveiðimanninum Dimma, sem myndin hennar fjallar um? Hvers vegna vildi hún segja sögu hans? Er yfirleitt viðeigandi að hún geri það? Og hvað með Amalíu, sem hún klippti út úr myndinni?

Líkt og í fyrri verkum Kristínar Eiríksdóttur virðist allt blasa við en ekkert er sem sýnist. Frásögnin heldur lesandanum föngnum, nærgætin og miskunnarlaus í senn.

Kristín verður á bókasafninu þann 25. apríl n.k.
Ábendingagátt