Hollívúdd er í Hafnarfirði, enda talsvert af kvikmyndum, þáttum og öðru sjónvarpsefni tekið upp í Firðinum fríða. Leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson leiðir gesti um athyglisverða staði í tökusögu bæjarins á léttri göngu og segir frá.
Gengið frá Bókasafni Hafnarfjarðar kl. 20:00.
Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
Ábendingagátt