Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Gísli Rafn Ólafsson kom í heimsókn í Víðistaðaskóla síðastliðinn föstudag og hélt fyrirlestur um reynslu sína af hjálparstörfum fyrir 10. bekkinga.
Gísli Rafn Ólafsson kom í heimsókn í Víðistaðaskóla síðastliðinn föstudag og hélt fyrirlestur um reynslu sína af hjálparstörfum fyrir 10. bekkinga. Gísli Rafn ræddi einnig um hvernig nemendur geta hjálpað og lagt sitt að mörkum í hjálparstarfi.
Gísli Rafn hefur starfað út um allan heim við hjálparstörf og er sérfræðingur í að nýta tækni við samhæfingu þegar náttúruhamfarir dynja yfir. Nemendur hlustuðu af miklum áhuga og það mátti heyra saumnál detta þegar Gísli Rafn lýsti reynslu sinni af því að koma að líkum eftir skjálftann mikla á Haítí árið 2010. Gísli Rafn var stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar sem fór til Haítí.
Það var áhugavert að heyra hvaða leiðir hann notar til að vinna úr erfiðum tilfinningum tengdum hjálparstörfum. Það sem kemur honum í gegnum þetta er tilfinningin við að bjarga öðrum. Gísli Rafn benti á að ein af okkar grunnþörfum er að hjálpa öðrum. Okkur líður vel við að hjálpa. Það að bjarga öðrum er að hans sögn vítamínsprauta í hjartað.
Nemendur voru duglegir við að spyrja spurninga og fengu mörg svör um e-bólu og störf Gísla Rafns í Vestur-Afríku síðasta vetur. En Gísli Rafn fór til Afríku á vegum Nethope sem eru regnhlífarsamtök 42 stærstu hjálparsamtaka í heimi.
Það sem brann á nemendum var hvað getum við gert í dag til þess að hjálpa? Gísli Rafn benti á að unglingar geta líka hjálpað, m.a. tekið þátt í ungliðastarfi hjá Rauða krossinum og björgunarsveitum. Eins geta unglingar fengið hugmyndir sjálfir að því hvernig þeir geta lagt sitt að mörkum, t.d. safnað pening á einhvern hátt. Einnig væri mikilvægt að muna að tími er eitthvað sem við getum öll gefið, samvera með öðrum, hjálpað öðrum, kennt öðrum. Tökum vel á móti þeim sem koma til Íslands og þeim sem eru væntanlegir til landsins. Kannski koma einhverjir nýir nemendur í Víðistaðaskóla, t.d. frá Sýrlandi. Þá geta nemendur lagt sitt að mörkum, sýnt vináttu, kennt þeim tungumálið o.s.frv. Það er mjög mikilvægt að kynnast börnum og unglingum frá öðrum menningarheimum.
Við þökkum Gísla Rafni Ólafssyni kærlega fyrir fróðlegan og hvetjandi fyrirlestur.
Nú er að njóta. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um páskana og njóta samveru og útiveru…
Sérstakt horn, sem kallast Réttindahorn og er hilla með bókum sem efla réttindavitund, er nú komið upp á Bókasafni Hafnarfjarðar.…
Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, hefur verið sæmd heiðursorðu Póllands. Orðan er heiðursviðurkenning fyrir þjónustu við pólska samfélagið og Pólverja…
Allt kapp var lagt á að koma öllum ærslabelgjum heilsubæjarins Hafnarfjarðar í stand fyrir helgina enda skín sólin. Allir fimm…
Fimm brúarsmiðir starfa í Hafnarfjarðarbæ. Þeir hjálpa foreldrum af erlendum uppruna að fóta sig í íslensku grunn- og leikskólaumhverfi. Þeir…
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2024 var lagður fram í bæjarráði í dag 10. apríl 2025. Rekstrarafgangur fyrir A og B…
Lúðrasveit Hafnarfjarðar heldur upp á 75 ára afmælið með stórtónleikum í Norðurljósasal Hörpu í kvöld kl. 20. „Stemningin er afar…
Fimm fengu gullmerki Badmintonfélags Hafnarfjarðar á föstudag. Öll voru þau í borðtennisdeild félagsins. Bæjarstjóri veitti merkið en afhendingin kom þessu…
Margt var við vígslu nítjánda leikskóla Hafnarfjarðarbæjar um hádegisbilið. „Útiaðstaðan hér er örugglega ein sú allra glæsilegasta á landinu,“ sagði…
Öllum fjórtán mánaða börnum, sem sóttu um fyrir tilskilinn frest hefur verið tryggt pláss í leikskólum Hafnarfjarðar frá hausti. Hafnarfjarðarbær…