Nemendaráð í grunnskólum hittast, fræðast og skipuleggja Posted október 19, 2021 by avista Árlega er haldin sameiginleg nemendafræðsla fyrir öll nemendaráð í grunnskólum Hafnarfjarðar sem eru með unglingadeild. Slík fræðsla var haldin nú í upphafi vikunnar þar sem hóparnir komu saman og lærðu um jákvæð samskipti, hlutverk nemendaráða, hvernig á að framkvæma þær hugmyndir sem koma, áhrifamátt ungmenna ásamt því að fara í leiki og skipuleggja eigin viðburði […]
Verulegar afléttingar strax og að fullu 18. nóvember Posted október 19, 2021 by avista COVID-19: Verulegar afléttingar innanlandstakmarkana strax og að fullu 18. nóvember Almennar fjöldatakmarkanir verða 2.000 manns, grímuskyldu verður aflétt, opnunartími veitingastaða lengdur um klukkustund og skráningarskyldu gesta aflétt. Regla um nándarmörk verður áfram 1 metri. Þetta er megininntak breytinga á reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi 20. október samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra. Stefnt er að fullri afléttingu […]
Bleikur dagur á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar Posted október 15, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær baðaður í bleikum ljóma Bleikur fatnaður, bleikar veitingar, bleikt skraut og bleikir fylgihlutir voru einkennandi á starfsstöðvum Hafnarfjarðarbæjar; í leikskólum bæjarins og stofnunum. Nemendur og starfsfólk grunnskóla tóku forskot á bleiku sæluna fyrr í vikunni í ljósi þess að vetrarfrí stendur nú yfir í grunnskólunum. Með þessu árlega og fallega framtaki vill starfsfólk sveitarfélagsins […]
Leikstjórinn Gunnar Björn heimsækir 8. bekkinga Posted október 14, 2021 by avista Kvikmyndagerðamaðurinn og leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson mun á næstu dögum heimsækja alla nemendur í 8. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og fjalla um gerð kvikmynda, ræða við nemendur og fjalla um vinnuferlið í kvikmyndagerð. Í heimsókn sinni mun Gunnar segja frá starfi sínu og fræða börnin um það hvernig kvikmynd verður til, allt frá fyrsta handriti […]
Samstarf um mat á gæðum leikskólastarfs Posted október 14, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Garðabær hafa tekið höndum saman um að vinna þróunarverkefni með Menntavísindasviði Háskóla Íslands um mat á innra starfi í leikskólum. Áhersla lögð á að styrkja innra mat leikskóla og auka þekkingu á sviði innra mats Hafnarfjarðarbær, Mosfellsbær og Garðabær hafa tekið höndum saman um að vinna þróunarverkefni með Menntavísindasviði Háskóla Íslands […]
Viltu losna við grenitré úr þínum garði? Posted október 13, 2021 by avista Líkt og undanfarin ár býðst Hafnarfjarðarbær til að fjarlægja grenitré úr heimagörðum íbúa, þeim að kostnaðarlausu. Leit stendur yfir að grenitrjám sem lokið hafa sínu hlutverki hjá garðeigendum og hægt væri að koma fallega fyrir á opnum svæðum á aðventunni. Lumar þú á grenitré í þínum garði sem gæti orðið gleðigjafi á aðventunni? Grenitré geta […]
Bleikur október í Hafnarfirði – MUNDU og verum til Posted október 12, 2021 by avista Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átaksverkefninu Bleika Slaufan í bleikum október m.a. með því að baða sig í bleikum blómum og bleiku skrauti á hjörtunum tveimur í hjarta Hafnarfjarðar; á Strandgötunni og í Hellisgerði. Þannig vill sveitarfélagið ýta undir og styðja við mikilvægt og árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. […]
Þrettán verkefni fá menningarstyrk Posted október 12, 2021 by avista Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Bókasafni Hafnarfjarðar í gær og hlutu þrettán verkefni styrk að þessu sinni. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er 2,7 milljónir og þar með hefur samtals 11 milljónum verið úthlutað í formi menningarstyrkja á árinu 2021. Verkefni sem auðga og dýpka […]
Vetrarfrí í Hafnarfirði – hugmyndir að góðri skemmtun Posted október 12, 2021 by avista Sund, bingó, ratleikur, bíó, listasmiðjur og fleira skemmtilegt! Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar í vikulok; fimmtudaginn 14. október og föstudaginn 15. október. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa tvo daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Heilsubærinn Hafnarfjörður býður börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt skemmtilegu bingói í […]
Bóka- og bíóhátíð lýkur með bíóveislu og brellugerð Posted október 12, 2021 by avista Lokadagur Bóka- og bíóhátíðar í Hafnarfirði er miðvikudagurinn 13. október Til að slá botninn í frábæra og vel lukkaða Bóka- og bíóhátíð í Hafnarfirði 2021 er blásið til öðruvísi og innihaldsríkrar bíóveislu í Bæjarbíói á síðasta degi hátíðarinnar. Í boði eru þrír viðburðir sem allir eru ókeypis og allir velkomnir meðan húsrými leyfir. Hin bráðskemmtilega […]