Category: Fréttir

Íbúðarhúsalóðir í Hafnarfirði rjúka út – Hamranes uppselt

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti á fundi sínum í gær úthlutun á síðustu lóðunum í Hamranesi, 25 hektara nýbyggingarsvæði sem tekið er að rísa sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs og mun þar rísa hátt í 1800 íbúða hverfi á næstu mánuðum og árum. Áætlaður íbúafjöldi er rúmlega […]

Skráning í sumarfrístund er hafin

Í Hafnarfirði er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn og ungmenni yfir sumartímann. Á vefnum www.tomstund.is er hægt að skoða námskeið og sumarfrístund á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Opið er fyrir skráningar frá og með 28. apríl 2021.  Búið er að opna fyrir eftirfarandi skráningu: Sumarfrístund fyrir 7-9 ára við alla grunnskóla SumarKletturinn fyrir börn í […]

Hjólað í vinnuna 2021 hefst 5. maí

Nú styttist í að vinnustaðakeppnin Hjólað í vinnuna 2021 hefjist í átjánda sinn en að þessu sinni fer keppnin fram frá 5. – 25. maí. Opnað verður fyrir skráningu þann 21. apríl og hvetur Hafnarfjarðarbær alla áhugasama til að skrá sig strax til leiks í þessu hvetjandi og góða verkefni Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.  Hugum […]

Samkomulag um framkvæmdir á 3. hæð St. Jó

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa og Hafnarfjarðarbær undirrita samkomulag um framkvæmdir við dagdeildir Alzheimer- og Parkinsonsamtakanna í St. Jó Síðasta vetrardag gengu Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa (StLO) og Hafnarfjarðarbær frá samkomulagi um framkvæmdir við dagdeildir Alzheimer- og Parkinsonsamtakanna á 3. hæð á Lífsgæðasetri St. Jó við Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Unnið hefur verið að útfærslu samkomulagsins […]

Covid19: Tillaga stjórnvalda um afléttingu í áföngum

COVID-19: Tillaga stjórnvalda um afléttingu innanlandstakmarkana í áföngum Heilbrigðisráðuneytið kynnir áætlun um afléttingu innanlandstakmarkana vegna COVID-19 í áföngum með hliðsjón af framgangi bólusetningar. Áætlað er að aflétta megi öllum innanlandstakmörkunum síðari hlutann í júní þegar um 75% þjóðarinnar hafi fengið a.m.k. einn bóluefnaskammt. Áætlunin verður birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og lýkur umsagnarfresti 4. […]

Hreinsunardagar 2021 – gámar við alla grunnskóla

Dagana 21. maí – 24. maí 2021 standa yfir hreinsunardagar í Hafnarfirði undir yfirskriftinni HREINSUM HAFNARFJÖRÐ en þá geta íbúar í Hafnarfirði losað sig við garðúrgang í gám við grunnskóla hverfisins. Gámarnir verða við skólana frá kl. 17 föstudaginn 21. maí til loka dags mánudaginn 24. maí. Íbúar í Hafnarfirði eru hvattir til að nýta […]

14 verkefni hlutu menningarstyrk

Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka enn frekar listalíf Hafnarfjarðarbæjar  Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Bæjarbíó á síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 14 verkefni styrk að þessu sinni. Þá eru í gildi samstarfssamningar vegna Hjarta Hafnarfjarðar, Sönghátíðar í Hafnarborg, Víkingahátíðar á Víðistaðatúni, […]

Gleðilegt sumar kæru íbúar!

Það eru bjartari dagar framundan – í orðsins fyllstu  Bæjaryfirvöld og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar óska íbúum og vinum Hafnarfjarðar gleðilegs sumars með þökk fyrir ótrúlegan og öðruvísi vetur! Það er vel við hæfi að nota tækifærið, nú þegar bjartari dagar eru framundan, til að hrósa Hafnfirðingum og starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar og fyrirtækja og stofnana í bænum fyrir […]

Vinnuskóli Hafnarfjarðar – opið fyrir umsóknir 14 – 17 ára

Sumarið 2021 fá 14 – 17 ára unglingar (fæddir árin 2004 – 2007) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. Starfsfólk Vinnuskólans sinnir því mikilvægu hlutverki í því að skapa vænta ásýnd bæjarins, að […]

Friðrik Dór er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021

Friðrik Dór Jónsson, tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, sjónvarpsmaður, bókahöfundur og fjölskyldufaðir í Hafnarfirði, er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Hann hefur frá unga aldri sungið sig inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og auðgað menningarlíf bæjarins með framkomu sinni, skemmtun og viðburðum. Bæjarlistamaður fær 1,5 milljónir í viðurkenningarskyni til að vinna áfram að list sinni. Hefð hefur skapast […]