Viltu vera með söluhús/sölutjald á 17. júní? Posted maí 9, 2017 by avista Við erum í óða önn að undirbúa 17. júní hátíðarhöld í Hafnarfirði. Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní geta nú sótt um söluleyfi til Hafnarfjarðarbæjar. Leyfið gildir fyrir sölu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem hátíðarhöldin fara fram. Með söluleyfi fylgir sölukofi. Athugið að söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. […]
Bæjarstjórnarfundur 10. maí Posted maí 8, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 10. maí. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14. Meðal efnis á fundi eru erindi frá HS veitum, tilnefning í skólanefnd Flensborgarskóla, leigusamningur […]
Opið fyrir umsóknir 14-16 ára Posted maí 4, 2017 by avista Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2001 – 2003. Vinna í vinnuskóla hefst 12. júní. 14 ára unglingar fá 72 tíma vinnu í sumar, 15 ára 92 tíma vinnu og 16 ára 112 tíma. Tímafjöldi 15 og 16 ára unglinga hefur verið aukinn og er vinnutímabil þeirra lengra. 14 ára unglingar […]
Skapandi sumarstörf – listrænar og skapandi uppákomur Posted maí 4, 2017 by avista Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fá tækifæri til að starfa í sumar við að sinna verkefnum og lífga upp á mannlífið í miðbænum og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 1997-1999 […]
Hjólum í vinnuna – tökum þátt! Posted maí 3, 2017 by avista Heilsu- og hvatningarverkefnið „Hjólað í vinnuna“ hófst í dag og mun standa yfir til og með 23. maí. Meginmarkmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum, heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum ferðamáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu þessar þrjár vikur. Hjólað í vinnuna fer fram […]
Vímuefnaneysla nemenda – niðurstaða rannsóknar Posted maí 3, 2017 by avista Út er komin skýrsla um vímuefnaneyslu nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla í Hafnarfirði. Árlega eru lagðir fyrir spurningalistar fyrir alla nemendur í 8. – 10. bekk í grunnskólum landsins og er það fyrirtækið Rannsókn og greining sem vinnur rannsóknina fyrir Menntamálaráðuneytið. Í skýrslunni er eingöngu fjallað um vímuefnaneyslu. Nú í fyrsta skipti síðan […]
Evrópska ungmennavikan – vinnustofa um lýðræði í Vatnaskógi Posted maí 3, 2017 by avista Dagana 1.-7. maí er evrópsk ungmennavika og ungmenni um allt land fagna því með margvíslegum hætti. Hópur ungmenna sem sækir starf í félagsmiðstöðinni Húsinu hér í Hafnarfirði mun taka þátt í vinnustofum um lýðræði í Vatnaskógi dagana 4.-6. maí. Meðal viðfangsefna í vinnustofunum verður stjórnsýslan, gagnrýn og ábyrg notkun á samfélagsmiðlum, Ungmennaáætlun Erasmus +, Ungmennaráð […]
Áfram Sólveig, Guðlaug og Tómas! Posted maí 3, 2017 by avista Á föstudagskvöld mætir lið Hafnarfjarðar liði Akraness í fjögurra liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvari. Lið okkar er skipað þeim Guðlaugu Kristjánsdóttur, Tómasi Geir Howser Harðarsyni og Sólveigu Ólafsdóttur – frábær hópur sem hefur æft stíft fyrir hverja keppni og árangur erfiðis og skemmtunar orðinn mjög sýnilegur. Í fyrsta skipti er lið Hafnarfjarðar komið í fjögurra […]
17. júní – þín þátttaka? Posted apríl 25, 2017 by avista 17. júní skemmtiatriði – auglýst eftir skemmtiatriðum Þjóðhátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar auglýsir eftir skemmtiatriðum á 17. júní. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á Thorsplani, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum í miðbænum. Vinsamlega sendið inn hugmyndir að allskonar atriðum og uppákomum á framkvæmdastjóra 17. júní, Geir Bjarnason: geir@hafnarfjordur.is eða skriflega til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, […]
Þjónandi leiðsögn innleidd í starf með fötluðu og öldruðu fólki Posted apríl 25, 2017 by avista Nú hafa flestir starfsmenn, sem starfa á heimilum fatlaðs fólks, vinnustöðum, skammtímavistun þar sem fatlað fólk dvelur, og starfsmenn heimaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fengið fræðslu um þjónandi leiðsögn. Unnið er að innleiðingu hugmyndafræðinnar á öllum þessum starfsstöðvum. Almennt fellur hugmyndafræðin vel að því starfi sem fyrir er og getur ekki annað en styrkt þau vinnubrögð og áherslur […]