Category: Fréttir

Bæjarstjórnarfundur 27. apríl

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 27. apríl. Fundurinn hefst kl. 17 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu.  Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 17. Meðal efnis á fundi eru byggingaráform við Fornubúðir 5, opnunartími sundlauga, fjölmenningarráð, samningur við […]

17. júní – þín þátttaka?

17. júní skemmtiatriði – auglýst eftir skemmtiatriðum Þjóðhátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar auglýsir eftir skemmtiatriðum á 17. júní. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á Thorsplani, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum í miðbænum. Vinsamlega sendið inn hugmyndir að allskonar atriðum og uppákomum á framkvæmdastjóra 17. júní, Geir Bjarnason: geir@hafnarfjordur.is eða skriflega til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, […]

Þjónandi leiðsögn innleidd í starf með fötluðu og öldruðu fólki

Nú hafa flestir starfsmenn, sem starfa á heimilum fatlaðs fólks, vinnustöðum, skammtímavistun þar sem fatlað fólk dvelur, og starfsmenn heimaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fengið fræðslu um þjónandi leiðsögn. Unnið er að innleiðingu hugmyndafræðinnar á öllum þessum starfsstöðvum. Almennt fellur hugmyndafræðin vel að því starfi sem fyrir er og getur ekki annað en styrkt þau vinnubrögð og áherslur […]

Ábendingar frá íbúum um bætt umferðaröryggi

Hafnarfjarðarbær vinnur nú að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið. Hvaða atriði/þættir geta bætt umferðaröryggi í bænum? Við gerð áætlunar er mikilvægt að hafa samráð við íbúa bæjarins. Því óskar Hafnarfjarðarbær eftir ábendingum frá íbúum um þau atriði sem geta stuðlað að bættu umferðaröryggi í bænum, fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Í ferlinu er einnig  haft samráð […]

Garðaúrgangur sóttur heim

Hreinn Hafnarfjörður…með þátttöku allra! Vorsópun á götum og göngustígum er að eiga sér stað í Hafnarfirði þessa dagana og mun standa yfir til mánaðamóta. Bænum er skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun. Líkt og í fyrra hvetur Hafnarfjarðarbær til samfélagsátaks í hreinsun þar […]

Nýtt grillhús á Víðistaðatúni

Á Sumardaginn fyrsta, meðan á skiptust skin og lauflétt snjókoma, opnaði Hafnarfjarðarbær með formlegum hætti nýtt grillhús á Víðistaðatúni og sáu bæjarfulltrúar um að grilla pylsur handa gestum og gangandi að loknu Víðavangshlaupi sem fram fór á túninu í bítið á fyrsta morgni sumars. Til stendur að halda áfram að gera Víðistaðatún enn skemmtilegra en nú […]

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar góðir íbúar og aðrir gestir. Við höldum veglega upp á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og látum veðrið ekki stöðva okkur í því.  Á Víðistaðatúni verða hátíðarhöld fram eftir degi auk þess sem hátíðarhöldin teygja anga sína víðar um bæinn. Sjáumst á Víðistaðatúni og víðar! 🙂Dagskrá Sumardagsins fyrsta  Kl. 10 Viltu sigla? Æfingahópur Siglingaklúbbsins Þyts […]

Styrkir sem auðga og dýpka listalíf Hafnarfjarðarbæjar

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag. Tuttugu og tvö verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til […]

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2017

Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar. Mat nefndarinnar var að árið 2017 yrði myndlistarmaðurinn Steingrímur Eyfjörð bæjarlistamaður Hafnarfjarðar. Steingrímur Eyfjörð er fæddur árið 1954, hann nam myndlist á Íslandi og í Hollandi. Steingrímur hefur í verkum […]

Sumarsöngur og leikskólalist

Rúmlega 400 nemendur í 3. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar gerðu heiðarlega tilraun til að syngja inn sumarið í morgunsárið nú á síðasta vetrardegi. Samhliða voru Bjartir dagar í Hafnarfirði settir formlega en menningarhátíðin og jafnframt fyrsta bæjarhátíð sumarsins stendur yfir þar til á sunnudag. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga í Björtum dögum […]