Category: Fréttir

Framfarir í lestri milli ára í grunnskólum Hafnarfjarðar

Niðurstöður lestrarmælinga í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2016 sýna að nemendur með góða lestrarleikni í 5. – 10. bekk  eru nú nær fjórðungur nemendahópsins (24%) í stað 16% á sama tíma í fyrra. Um leið eru nemendur í getuminnsta hópnum 17% nemenda í stað 22% fyrir ári síðan. Í september 2016 fóru í annað skipti fram […]

Hafnfirskir nemendur hækka á meðan Ísland lækkar

Hafnfirskir nemendur ná auknum árangri í PISA 2015 miðað við PISA 2012 (lesskilningur 477>489, stærðfræði 485>493, náttúruvísindi 468>472) á meðan árangur Íslands lækkar í heild sinni sem er umhugsunarefni. Hafnarfjörður er meðal fárra sveitarfélaga sem þetta gerist þótt enn sé árangurinn undir meðaltali PISA (grunnlína PISA er með meðaltalið 500 og OECD ríkjanna núna 490) […]

Útboð – jarðvinna við Sólvang

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verkefnið felur í sér jarðvinnu, þ.e. uppgröft á lausum jarðvegi, losun á klöpp ásamt brottakstri, upprif á byggingarefnum sem fyrir eru, breytingar á lögnum og varnargirðingu umhverfis vinnusvæðið. Helstu magntölur eru: Uppgröftur á lausum jarðvegi        500 m3 Losun […]

Efling þjónustu og framkvæmda

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðgerðir sveitarfélagsins hafa það að leiðarljósi að auka þjónustu, efla viðhald og framkvæmdir, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta fyrir eigið fé. Þannig hefur Hafnarfjarðarbæ tekist að bæta rekstur sveitarfélagsins umtalsvert á stuttum tíma, frá rekstrarhalla árið 2015 í […]

Ungmennaráð menntamála

Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar en í því eru unglingar á aldrinum 14 – 18 ára allstaðar að af landinu. Verða ungmennin stofnuninni innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni sem varða börn og unglinga. Bjarki Steinar Viðarsson hjá Ungmennaráði Hafnarfjarðar er fulltrúi Hafnarfjarðar í ráðinu. Meðal verkefna sem þetta unga fólk mun fást […]

Umsjón og rekstur Bæjarbíós

Pétur Ó. Stephensen og Páll Eyjólfsson skrifuðu í dag, fyrir hönd Bæjarbíó slf., undir samning við Hafnarfjarðarbæ um umsjón og rekstur Bæjarbíós til næstu þriggja ára. Þeir félagar telja mikla möguleika í að byggja upp öfluga og lifandi menningarstarfsemi í Bæjarbíói í hjarta Hafnarfjarðar. Starfsemi Péturs og Páls í Bæjarbíói hefst formlega laugardaginn 10. desember […]

Bæjarstjórnarfundur 7. des

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 7. desember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins.   Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00

Haustsýning Hafnarborgar 2017

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg fyrir árið 2017 en það var tillaga Jóhannes Dagssonar, heimspekings og lektors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Málverk – eitthvað annað en miðill fjallar um málverkið sem  nálgun við myndræna framsetningu, burt séð frá miðli verksins og er […]

Skipulagsbreytingar – vatnsverndarmörk

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 23.11.2016  tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og auglýst skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingartillögunni felst að brunnsvæði við Straumsel er fellt […]

Lukkuslaufur á ljósastaurum

Heppnir Hafnfirðingar vöknuðu upp við þá gleði í morgunsárið að rauðar slaufur biðu þeirra á ljósastaurum á leið þeirra til vinnu og skóla. Uppátækið má rekja til Jólaþorpsins í Hafnarfirði en lukkunúmer á einhverjum slaufanna innihalda óvæntan glaðning sem nálgast má í Jólaþorpinu á Thorsplani á opnunartíma þess. Um miðja nótt í nótt fór hópur […]