Ætlum að útrýma óútskýrðum launamun Posted mars 28, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær hefur verið þátttakandi í tilraunaverkefni fjármála- og velferðarráðuneytis um innleiðingu jafnlaunastaðals síðan 2013 en markmiðið er að eyða óútskýrðum launamun og uppfylla lagaskyldu atvinnurekenda um að greiða konum og körlum jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Í upphafi var ráðinn verkefnastjóri sem sinnti áætlanagerð vegna […]
Stolt starfsfólk og vaxandi starfsánægja Posted mars 28, 2017 by avista Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við þriðja aðila, kannað ánægju og viðhorf starfsmanna til m.a. starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta og hafa niðurstöður verið nýttar til betrumbóta og umbóta á þeim 70 starfsstöðvum sem starfsemi Hafnarfjarðarbæjar dreifist á. Niðurstöður nýjustu vinnustaðagreiningarinnar eru heilt yfir ánægjulegar fyrir Hafnarfjarðarbæ þar sem allir þættir í könnun hækka á […]
Staðfesting á skólaskráningu 1.bekkinga haustið 2017 Posted mars 27, 2017 by avista Foreldrar barna sem hefja grunnskólagöngu sína í haust fengu bréf heim fyrir helgi þar sem þeir eru vinsamlega beðnir um að staðfesta skráningu í ákveðinn grunnskóla rafrænt í gegnum MÍNAR SÍÐUR og veita samhliða allar viðeigandi upplýsingar um netföng, símanúmer og fleira. Skráning þarf að eiga sér stað eigi síðar en 31. mars næstkomandi. Heimasíða […]
Bæjarstjórnarfundur 29. mars Posted mars 27, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 29. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru þjónustusamningar við íþróttafélögin, beiðni um deiliskipulagsbreytingu, byggingarleyfi við Flugvelli 1, […]
Skipulagsbreyting – Hamarsbraut 5 Posted mars 24, 2017 by avista Breyting á deiliskipulagi við Hamarsbraut 5, Hafnarfirði. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 07.02.2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samhliða grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að komið […]
Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri Posted mars 23, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og eru laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Lágmarksaldur umsækjenda í eftirfarandi störf er […]
Framkvæmdir hefjast við ný mislæg gatnamót Posted mars 23, 2017 by avista Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Vegagerðarinnar og verktaka að baki byggingar á nýjum mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar hittust í dag til að taka formlega fyrstu skóflustunguna að framkvæmdunum. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma og vera lokið 1. nóvember næstkomandi. Í vikunni skrifuðu fulltrúar Loftorku, Suðurverks og Vegagerðarinnar undir verksamning um gerð […]
Heilsuleikar marka upphaf heilsueflingar í Hafnarfirði Posted mars 22, 2017 by avista Um 250 Hafnfirðingar á öllum aldri sameinuðust í leik og gleði á heilsuleikum sem efnt var til í dag í frjálsíþróttahúsi FH í Kaplakrika. Tilefnið var að ýta úr vör með formlegum og óhefðbundnum hætti heilsueflandi aðgerðum og eflingu hjá bænum en nýlega var samþykkt heilsustefna fyrir Hafnarfjörð og munu næstu dagar, vikur og mánuðir […]
Skilaboð til leigjenda í Hafnarfirði Posted mars 21, 2017 by avista Frá og með 1. janúar 2017 fluttist úrvinnsla húsnæðisbóta til Vinnumálastofnunar. Vinnumálastofnun vinnur húsnæðisbæturnar rafrænt og er því ekki þörf á að skila inn frumriti húsaleigusamnings líkt og áður var. Hafnarfjarðarbær bendir leigjendum á að sækja frumrit húsaleigusamninga til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6 til eigin varðveislu.
Skipulagsbreyting – Selhella 1 Posted mars 20, 2017 by avista Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Selhrauns norður vegna lóðarinnar Selhella 1, Hafnarfirði. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 06.09.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar við Selhellu 1 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Selhrauns norður vegna mislægra gatnamóta Krýsuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. […]