Útboð – bygging hjúkrunarheimilis Posted mars 17, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum verktaka í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verkefnið sem hér er boðið út er bygging hjúkrunarheimilis, 3ja hæða bygging ásamt kjallara undir hluta hússins. Auk þess eru tengigangar sem tengja nýbyggingu við eldra húsnæði Sólvangs. Stærð hússins er um 3.900 m2. Verkefnið innifelur uppsteypu hússins ásamt fullnaðarfrágangi að utan sem […]
Lokun í Ásvallalaug um helgina Posted mars 17, 2017 by avista Íbúar og góðir gestir takið eftir! Ásvallalaug verður lokuð allan daginn laugardaginn 18. mars vegna sundmóts. Sunnudaginn 19. mars verður lokað til kl. 13 og opið fyrir almenning frá kl. 13-17. Þökkum sýndan skilning!
Útboð – viðgerð á þökum Posted mars 17, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í viðgerð á þökum á eftirtöldum mannvirkjum. Álfaskeið 64 C Álfaskeið 64 D Leikskólinn Norðurberg Tónkvísl Víðistaðaskóli – íþróttahús Áætlaðir heildarfermetrar eru um 1080 m2 Hver verkstaður hefur sína verklokadagsetningu en öll verkin eiga að vera búin fyrir 10. ágúst 2017. Útboðsgögn eru seld hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, Norðurhellu […]
Útboð – tilboð í málun Posted mars 17, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í málun á eftirtöldum mannvirkjum. Engidalsskóli Hvaleyrarskóli Setbergsskóli Öldutúnsskóli Leikskólinn Hlíðarendi Leikskólinn […]
Vilt þú slást í hópinn næsta skólaár? Posted mars 17, 2017 by avista Við viljum bæta við okkur frábæru samstarfsfólki og auglýsum fjölbreytt störf í boði fyrir fólk á öllum aldri með margvíslega menntun og reynslu í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2017-2018. Upplýsingar um laus störf eru á radningar.hafnarfjordur.is. Starfsfólk vantar í eftirfarandi skóla. Grunnskóli í Skarðshlíð Hraunvallaskóli Hvaleyrarskóli Lækjarskóli Setbergsskóli Víðistaðaskóli Öldutúnsskóli
Sögur og ljóð í sundi Posted mars 15, 2017 by avista Það er hugguleg tilhugsun að liggja í lauginni og lesa. Þessa vikuna liggja frammi í sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar ljóð og smásögur eftir nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar. Ljóðin og sögurnar eru settar upp í laugunum í tilefni af Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði sem nú stendur yfir. Höfundar myndskreyttra ljóða eru nemendur í 5. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar. […]
Börn hjálpa börnum Posted mars 15, 2017 by avista Nemendur úr 5. bekk Áslandsskóla taka þátt í söfnuninni BÖRN HJÁLPA BÖRNUM 2017, árlegu söfnunarátaki ABC barnahjálpar í samstarfi við grunnskóla landsins. Forseti Íslands, Hr Guðni Th. Jóhannesson, setti söfnunina formlega af stað í skólanum í dag. Verkefnið tengist með beinum hætti hornstoðum Áslandsskóla og er til þess fallið að efla skilning og virðingu fyrir alheimssamfélaginu. […]
Viðburða- og verkefnastyrkir Posted mars 14, 2017 by avista Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skilað inn með rafrænum hætti fyrir 15. mars 2017. Hver umsókn skal aðeins innihalda eitt verkefni. Einu sinni á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir menningarstyrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku […]
Pétur og úlfurinn slógu í gegn Posted mars 14, 2017 by avista Nemendur í 2. bekk í grunnskólunum Hafnarfjarðar sóttu í morgun leikbrúðusýningu gerða eftir barnatónverkinu Pétur og úlfurinn eftir rússneska tónskáldið Sergei Prokofiev. Tilgangur verksins er að kynna ungum áhorfendum klassíska tónlist og ólík hljóðfæri sinfóníuhljómsveitar en það er Bernd Ogrodnik sem ljær verkinu líf með handunnum trébrúðum sínum. Boð í brúðuleikhús er hluti af Bóka- […]
Börn, bækur og bíó Posted mars 13, 2017 by avista Bóka- og bíóhátíð barnanna 2017 hófst í dag í Hafnarfirði með glæsilegri opnunarhátíð. Rúmlega 200 tíu ára börn frá grunnskólum Hafnarfjarðar mættu á svæðið til að hitta hlýða á söng og upplestur og upplifa bíósýningu í menningarhúsi Hafnarfjarðar, sjálfu Bæjarbíói. Uppbrot á skólastarfi á báðum skólastigum og fjölbreytt dagskrá verður í boði í söfnum Hafnarfjarðar […]