Category: Fréttir

Til hamingju Víðivellir!

Leikskólinn Víðivellir fagnar 40 ára afmæli skólans í dag þann 28. febrúar. Haldið var upp á afmælið með margvíslegum hætti. Gestum var boðið í í afmælissöngstund á sal með elstu börnunum og eftir hádegið fóru börnin í skrúðgöngu um hverfið og sungu hástöfum afmælislagið og söngvana um Víðivelli og Hafnarfjörð. Leikskólinn Víðivellir var formlega tekinn […]

Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri

Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og eru laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags. Lágmarksaldur umsækjenda í eftirfarandi störf er […]

Snjóhreinsun – staða mála

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hafa unnið látlaust við snjóhreinsun og mokstur frá kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Allar strætóleiðir og stofngötur eru nú greiðfærar og er unnið að hreinsun í húsagötum. Mokstri á plönum hjá skólum og leikskólum er að mestu lokið og verður unnið að frekari hreinsun í dag og næstu daga. Reynt verður að […]

Bæjarstjórnarfundur 1. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 1. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru Borgarlína og framlagt erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi verkefnalýsingu […]

Nýtt deiliskipulag – Kaldárselsvegur

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 15. febrúar 2017 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Kaldárselsveg í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Samhliða verða gerðar breytingar á mörkum deiliskipulagsáætlana fyrir Mosahlíð og Áslandi 3. Deiliskipulagið afmarkast frá Sörlatorgi og að Hlíðarþúfum alls 8 ha að stærð. Deiliskipulagstillagan, greinargerð ásamt breytingum fyrir Mosahlíð og […]

Nýr deildarstjóri stoðþjónustu

Guðrún Frímannsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri stoðþjónustu hjá fjölskylduþjónustu. Guðrún er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað sem slík mestan hluta starfsævinnar, að undanskildum fimm árum sem dagskrár- og fréttamaður hjá RÚV. Guðrún hefur verið félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs frá því um mitt ár 2010. Hún var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2000-2005, verkefnastjóri í velferðarráðuneytinu 2005-2006 auk þess […]

Nýr skólastjóri grunnskóla í Skarðshlíð

Ingibjörg Magnúsdóttir, deildarstjóri í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, hefur verið ráðin skólastjóri við grunnskóla í væntanlegum skóla í Skarðshlíð inn af Völlunum í Hafnarfirði. Nýr grunnskóli í Skarðshlíð mun taka til starfa í haust, fyrst í bráðabirgðahúsnæði í safnaðarhúsnæði Ástjarnarsóknar og frá hausti 2018 í nýrri skólabyggingu í Skarðshlíð.   Ingibjörg er grunnskólakennari að mennt, hefur […]

Starfakynning í Flensborg

Nú standa yfir vakningardagar í Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og í gær var boðið upp á starfa- og menntahlaðborð þar sem við þáðum boð um að kynna starfsemi okkar, þau störf sem hér eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum.  Fjölmargir nemendur sóttu sérstaka kynningu og komu við á […]

Ný lyfta í Ásvallalaug

Nýlega var sett upp í Ásvallalaug í Hafnarfirði lyfta fyrir fatlað fólk og aðra þá sem almennt eiga erfitt með að komast ofan í stærri laugar. Lyftan sem um ræðir heitir Poolpod og kemur frá Skotlandi. Hún var upphaflega hönnuð fyrir ólympíuleikana í London 2012 og hefur í framhaldinu verið sett upp víða um heim. […]

Afgreiðslutími SORPU breytist 1. mars

Afgreiðslutími endurvinnslustöðva SORPU breytist 1. mars. Nú er sami afgreiðslutími virka daga og um helgar, opið verður frá 12.00-18.30 alla daga. Frá og með 1. mars næstkomandi munu endurvinnslustöðvar SORPU opna fyrr á virkum dögum, eða kl. 12.00  og loka kl. 18.30 í stað 19.30 áður. Afgreiðslutími um helgar mun haldast óbreyttur og verður því sami […]