Category: Fréttir

Starfakynning í Flensborg

Nú standa yfir vakningardagar í Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og í gær var boðið upp á starfa- og menntahlaðborð þar sem við þáðum boð um að kynna starfsemi okkar, þau störf sem hér eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum.  Fjölmargir nemendur sóttu sérstaka kynningu og komu við á […]

Útboð – yfirlagnir á malbiki

Hafnarfjarðarbær  óskar eftir tilboðum í yfirlagnir á malbiki í Hafnarfirði 2017. Áætlað magn ca 22.000 m². Útboðsgögn afhent eftir skráningu og greiðslu hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar, Norðurhellu 2, frá og með mánudeginum 20. febrúar. Verð kr. 3.000.- Tilboð verða opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.  Opnun tilboða þriðjudaginn 28. febrúar kl. […]

Kristín Gunnbjörnsdóttir

Laugardaginn 11. febrúar s.l. lést Kristín Gunnbjörnsdóttir starfsmaður fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar eftir erfið en stutt veikindi. Kristín er borin til grafar í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Meðfylgjandi er minningargrein sviðsstjóra fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar.  Kristín Gunnbjörnsdóttir   Kristín var starfsmaður fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar frá árinu 2007. Hún starfaði í félagsstarfi eldri borgara í Hraunseli og sinnti því starfi af mikilli […]

Innra eftirlit með þjónustu við fatlað fólk og fræðslustarf

Félagsmálastjórar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ) mynduðu samráðshóp um þjónustu við fatlað fólk þegar málaflokkurinn var færður til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. Hefur hann komið saman reglulega síðan. Meðal viðfangsefna hefur verið eftirlit með þjónustunni eins og kveðið er á um í lögum að sveitarfélögin skuli sinna, svonefnt […]

Skipulagsbreyting – Hverfisgata 4B og 6B

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna Hverfisgötu 4B og 6B, Hafnarfirði.  Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 7. febrúar 2017 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðanna að Hverfisgötu 4B og 6B í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu deiliskipulags, sem samþykkt var 9.10. 2007. Deiliskipulagsbreytingin […]

Alútboð – skóli í Skarðshlíð

 Alútboð – forval Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á skóla í Skarðshlíð, Hafnarfirði. Skólinn samanstendur af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.710 m2, tónlistarskóla um 470 m2, leikskóla um 750 m2 og íþróttahús um 870 m2, samtals um 8.800 m2. Gert er ráð fyrir að skólinn […]

Dagur Jónsson

Dagur Jónsson veitustjóri er látinn en hann lést 9. febrúar, eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Dagur er borinn til grafar í dag kl. 15 frá Hafnarfjarðarkirkju. Meðfylgjandi er minningargrein bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Dagur Jónsson Mig langar að minnast hér með nokkrum orðum Dags Jónssonar sem á að baki hjá Hafnarfjarðarkaupstað langan og farsælan starfsferil. […]

Bjartir dagar – þín þátttaka?

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 19.-23. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Ertu með hugmynd að dagskráratriði? Óskað […]

Tóbakskönnun – 43% sölustaða virða ekki aldursmörk

Í lok janúar stóð Hafnarfjarðarbær fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur á sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði. Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa sígarettur. Sex sölustaðir seldu unglingunum sígarettur af 14 sölustöðum eða 43% sölustaða sem eru aðgengilegir ungu fólki. Íþrótta- og tómstundanefnd […]