Category: Fréttir

Flóttafólk og Norðurlöndin

  Undanfarin ár hefur Hvaleyrarskóli verið þátttakandi í fjölbreyttum verkefnum á vegum Nordplus Junior. Nordplus er menntaáætlun Norræna ráðherraráðsins sem veitir styrki til samstarfs innan Norðurlanda og Eystrasaltslanda á öllum stigum menntunar. Í ár er skólinn stýristofnun verkefnis sem snýr að málefnum flóttamanna og baráttu við fordóma og kynþáttahatur. Verkefnið hefur m.a. vakið athygli hjá […]

Við kynnum til sögunnar….

Við kynnum til sögunnar liðið sem tekur þátt fyrir hönd Hafnarfjarðar í spurningaþættinum Útsvari nú í vetur.  Í ár var ákveðið að leita til íbúa eftir tilnefningum og skilaði sú leit tveimur nýjum og spennandi einstaklingum í liðið. Ákveðið var að halda eftir einum reynslubolta frá fyrra ári.  Lið ársins þykir spanna ansi vítt áhugasvið, […]

Göngum í skólann

Nú styttist í að verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) hefjist í tíunda sinn hér á landi. Verkefnið verður sett miðvikudaginn 7. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnis er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt […]

Fótboltavellir tilbúnir

Nýja grasið er komið á vellina. Framkvæmdum við fótboltavelli grunnskóla Hafnarfjarðar er að ljúka og geta ungmennin okkar nú snúið aftur til leiks á vellina með bolta og góða skapið í farteskinu. Dekkjakurli á fótboltavöllum við fjóra af grunnskóla bæjarins hefur verið skipt út og nýtt gervigras sett á velli við þrjá skóla.    Vinnu […]

Bæjarbrúarnám hafið að nýju

Bæjarbrú er samheiti sem notað er fyrir nám nemenda í grunnskólum í því að taka framhaldsskólaáfanga meðan þeir eru enn í grunnskóla.  Í vetur verður í boði kennsla í tveimur greinum; stærðfræði og ensku. Um 20 nemendur eru skráðir í stærðfræði og nálægt 30 nemendur í ensku.  Námið fer fram í Flensborg með vikulegum tímum […]

Verkfræðihönnun við Sólvang

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkfræðihönnun vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Byggingin verður um 4.000 m2 að flatarmáli, 3 hæðir og kjallari að hluta.  Í verkfræðihönnun felst hönnun burðarvirkja, jarðvinnu, lagnakerfa, loftræsikerfa, rafkerfa, hljóðvistar og bruna. Einnig að hanna breytingar á fráveitulögnum á lóð. Miðað er við að útboð vegna framkvæmda verði […]

Yngri börn en áður á leikskóla

Haustinnritun barna í leikskóla fór fram nú í ágúst og stendur aðlögun yfir. 109 börn fædd í upphafi árs 2015 eru komin með pláss á leikskólum í Hafnarfirði. Aðgerðir sem miða að lækkun innritunaraldurs eru farnar að skila árangri og eru ný börn á leikskóla haustið 2016 yngri en áður.  Frá því að opnað var […]

Útivistarreglur – verum samtaka

Um svipað leyti og skólinn hefst breytist útivistartími barna og unglinga. Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 eftir 1. september.  Börn 12 – 16 ára mega lengst vera úti til 22:00 á kvöldin en til er undanþága sem leyfir þeim að fara heim af viðurkenndri æskulýðsstarfsemi eða íþróttaæfingu.  Slíkar […]

Stuðningsfjölskyldur óskast

Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd og í fötlunarmálum, sem fyrst. Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning  auk þess  að gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til […]

Bæjarstjórnarfundur 31. ágúst

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 31. ágúst. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending fundar hefst kl 14:00.