1500 fundur Hafnarstjórnar Posted febrúar 1, 2017 by avista 1500 fundur Hafnarstjórnar var haldinn nú í morgun. Fyrsti fundur „Hafnarnefndar“ var haldinn 9. september 1909. Í nefndinni áttu þá sæti Magnús Jónsson bæjarstjóri, Sigfús Bergmann og Guðmundur Helgason bæjarfulltrúar. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að undirbúa byggingu hafskipabryggju. Það þótti vel við hæfi í tilefni dagsins í dag að á 1500 fundi Hafnarstjórnar væru kynntar […]
Hraunin vestur – tillögur hönnuða Posted febrúar 1, 2017 by avista Fjölmennur fundur um skipulagshugmyndir í vesturhluta Hrauna var haldinn í Hafnarborg í gær þar sem tillögur hönnunarhópa voru meðal annars kynntar. Fyrirhuguð er deiliskipulagsvinna á reit sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni sem hefur það að meginmarkmiði að þétta byggð á svæðinu og breyta landnotkun í blandaða byggð íbúða/atvinnustarfsemi. Hafnarfjarðarbær kallaði eftir hugmyndum fimm […]
Tímasett heildarstefna vegabóta Posted febrúar 1, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær áréttar að mikil þörf er á að marka heildarstefnu varðandi vegabætur á stofnvegakerfi sem liggur í gegnum Hafnarfjörð. Síðustu misseri hefur umferð á þessari leið aukist mjög mikið og sýna tölur glöggt að tvö slysahæstu hringtorgin á höfuðborgarsvæðinu eru hringtorg við Lækjargötu og Flatahraun og eru þau einnig efst á blaði þegar kemur að […]
Vel lukkað Ungmennaþing Posted febrúar 1, 2017 by avista Ungmennaráð Hafnarfjarðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar stóðu fyrir Ungmennaþingi ,,Nýtt ár! Nýr Hafnarfjörður „ þann 25. janúar s.l. Tilgangur þingsins var m.a. að fá hugmyndir frá ungu fólki að verkefnum og lausnum sem geta bætt hag ungmenna í Hafnarfirði. Þátttakendum þingsins stóð til boða að taka þátt í þremur umræðuhópum; skólamál, félagslíf og menning og […]
Í bæjarfréttum er þetta helst… Posted febrúar 1, 2017 by avista Orð mánaðarins frá bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar Fyrsti mánuðurinn af nýja árinu er nú liðinn og er óhætt að segja að hann hafi liðið ansi hratt enda í mörgu að snúast á stóru heimili, heimili sem við öll viljum sjá vaxa og dafna og munum sjá vaxa og dafna á næstu misserum. Árið 2016 var um margt […]
Skipulagsbreyting Eskivellir 11 og 13 Posted janúar 31, 2017 by avista Breyting á deiliskipulagi Eskivalla 11 og 13, Vellir 5. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 13.12.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi við Eskivelli 11 í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í: 5.4.1. Fjölbýlishús F1. Við Eskivelli 11 verður eitt sex hæða fjölbýlishús (F1) með 39 íbúðum Byggingarreitur […]
Blóðsöfnun við Fjarðarkaup Posted janúar 31, 2017 by avista Blóðbankabíllinn verður við Fjarðarkaup á fimmtudaginn frá 13-17. Með blóðgjöf björgum við lífi og léttum það þeim sem þurfa þessa mikilvægu gjöf. Slysin gera ekki boð á undan sér fremur en veikindin oft og tíðum. Og svo merkilegt sem það er er tiltölulega fyrirhafnarlítið eða –laust að líta við í Blóðbankabílnum og veita sjúkum og […]
Fulltrúar okkar á Samfés Posted janúar 31, 2017 by avista Föstudaginn 20. janúar var Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar haldin en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés sem verður í Laugardalshöll laugardaginn 24. mars næstkomandi. Sigurvegarar kvöldsins voru Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum og Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni. Bæjarbíó fullt af hæfileikaríkum hafnfirskum ungmennum Keppnin fór fram í Bæjarbíói og var húsið troðfullt og dúndrandi […]
Opinberi vefur ársins 2016 Posted janúar 30, 2017 by avista Síðastliðinn föstudag voru Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2016 veitt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpunnar. Vefur Hafnarfjarðarbæjar – hafnarfjordur.is – fékk verðlaun sem besti opinberi vefur ársins 2016. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Vefur […]
Magnað myrkur – Vetrarhátíð Posted janúar 30, 2017 by avista Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin dagana 2. – 5. febrúar. Höfuðborgarstofa skipuleggur og framkvæmir Vetrarhátíð sem nú er haldin í 16 sinn og fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur […]