Category: Fréttir

Beint streymi frá íbúafundi

Bæjarstjóri heldur fund með íbúum Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun ársins 2017 í kvöld þriðjudaginn 15. nóvember n.k.  Fundurinn er haldinn í Bæjarbíói og hefst stundvíslega kl. 20. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í c.a. 1,5 klst.  Á fundinum munu bæjarstjóri og sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar kynna helstu áherslur og niðurstöður í frumvarpi að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar […]

Ásvallalaug lokuð um helgina

Kæru íbúar takið eftir!  Ásvallalaug verður lokuð frá föstudeginum 18. nóvember til og með sunnudeginum 20. nóvember vegna Íslandsmeistaramóts í sundi. Suðurbæjarlaug og Sundhöll verða opnar til kl. 21 á föstudagskvöld og Suðurbæjarlaug opin frá 8-18 á laugardeginum og 8-17 á sunnudeginum.  Fyrirfram takk fyrir sýndan skilning!

Röskun á skólastarfi

Slökkvilið og lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sendu í morg­un frá sér eftirfarandi til­kynn­ingu:  Tilkynning vegna veðurs. Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla í morgunsárið. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn […]

Útboð – nýr íþróttasalur

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í byggingu á nýjum íþróttasal við Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Verkið nær til að byggingar íþróttasalar og fullnaðarfrágangs að utan sem innan ásamt frágangi lóðar. Stærð íþróttasalar með áhaldageymslum og tæknirýmum eru 2.411 m2 .   Helstu magntölur eru: Mót                                           3.440 m2 Steypa               […]

Tilboð í lóðir samþykkt

Tilboð bárust frá sjö aðilum þegar Hafnarfjarðarbær auglýsti sex fjölbýlishúsalóðir í Skarðshlíð í haust. Eftir að tilboðsfresti lauk hófst mat og rýni tilboða út frá skilgreindum skilmálum samhliða fundum með hæstbjóðendum. Bæjarráð samþykkti þann 3. nóvember sl. að taka annars vegar tilboðum frá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. um tvær lóðir og hins vegar frá […]

Nýr sviðsstjóri stjórnsýslu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti í dag tillögu bæjarráðs að ráða Sigríði Kristinsdóttur, bæjarlögmann, í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Samhliða verður gerð sú breyting að störf sviðsstjóra og bæjarlögmanns verða sameinuð. Sigríður tekur við starfinu í lok nóvember. Sigríður Kristinsdóttir, sem er bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar, hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Sigríður tekur við af Kristjáni Sturlusyni sem […]

Birtir til í rekstri bæjarins

554 milljón króna væntur afgangur af rekstrinum og útsvar lækkar.  Frumvarp að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 liggur nú fyrir. Rekstur ársins 2016 og fjárhagsáætlun 2017 endurspegla skýrt áherslur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að auka þjónustu, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta í auknu mæli fyrir eigið fé. Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2017 […]

Bæjarstjórnarfundur 9. nóv

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 9. nóvember. Fundurinn hefst kl. 14:30 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Opinn fundur um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar hefst kl. 13:00. Fundir verður streymt beint á heimasíðu bæjarins. Á opnum fundi munu sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar ásamt bæjarstjóra fara yfir sín fagsvið í áætlun.  Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar Hér er hægt að horfa […]

Frístundastyrkur hækkaður

Frístundastyrkur hækkaður frá 1. nóvember Breytingar á gjaldskrá og niðurgreiðslum á fræðslu- og frístundasviði voru samþykktar af fræðsluráði og bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í vor. Hækkun á systkinaafslætti tók gildi 1. september og breyting á frístundastyrkjum frá og með 1. nóvember 2016. Frístundastyrkur er nú 3000 kr. á mánuði auk þess sem unglingar til 18 ára aldurs […]

Bærinn innleiðir Workplace

Fyrsta sveitarfélagið til að innleiða Workplace samskiptamiðilinn Hafnarfjarðarbær hefur tekið í notkun Workplace by Facebook samskiptamiðilinn fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Miðillinn byggir á sömu eiginleikum og Facebook en er sérsniðinn fyrir umhverfi fyrirtækja og stofnana. Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að taka miðilinn í notkun. Workplace er ætlað að bæta flæði upplýsinga, þekkingarmiðlun og […]