Category: Fréttir

Kjörstaðir og kjörskrá

Utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla vegna for­seta­kjörs, sem fram fer 25. júní 2016, hófst við embætti sýslu­manns­ins á höfuðborg­ar­svæðinu laug­ar­dag­inn 30. apríl.  Frá og með 9. júní fer at­kvæðagreiðslan ein­göngu fram í Perlunni í Öskju­hlíð, Reykja­vík. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.  Þó verður lokað föstu­dag­inn 17. júní. Á kjör­dag, laug­ar­dag­inn 25. júní, verður opið milli […]

Styrkir og jafnréttisverðlaun

Í dag var úthlutað samtals 10,8 milljónum króna sem skiptast á þau tíu íþróttafélög sem sóttu um stuðning fyrir barna- og unglingastarfið í sínu félagi. Jafnréttishvataverðlaun hlutu Fimleikafélag Hafnarfjarðar fyrir mestu fjölgun iðkenda þess kyns sem hallaði á sem voru stúlkur og Sundfélag Hafnarfjarðar fyrir mestu prósentufjölgun þess kyns sem hallaði á sem voru drengir. […]

Sjöundi Grænfáninn

Laugardaginn 4. júní, á sjálfri sjómannadagshelginni, var líf og fjör í góða veðrinu í leikskólanum Norðurbergi. Árleg sumarhátíð var í leikskólanum og að auki fékk leikskólinn afhentan Grænfánann í sjöunda skiptið fyrir viðurkenningu á umhverfisstefnu leikskólans. Fulltrúi frá Landvernd, Katrín Magnúsdóttir, afhenti Umhverfisráði barna fánann og gengu þau, ásamt gestum, fylgtu liði að fánastöng leikskólans […]

Málefni flóttafólks

Evrópskur samráðsfundur um móttöku og aðlögun flóttafólks Fulltrúar stjórnvalda og sérfræðinga í málefnum flóttafólks frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum koma saman í Hafnarfirði næsta tvo dagana til að ræða aðlögun flóttafólks. Fundurinn er haldinn í gamla Menntasetrinu við lækinn í Hafnarfirði. Útfærsla á samstarfi á milli flóttafólks og móttökulands Áhersla í samtali hópsins verður á réttindi […]

Bæjarstjórnarfundur 8. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 8. júní nk. og hefst fundurinn kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins   Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu. Útsending hefst kl 14:00.   

Tilboð í aðstöðu í Ásvallalaug

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á aðstöðu í Ásvallalaug. Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í útleigu á 585,4 m2 aðstöðu á 2. hæð í Ásvallalaug þar sem skal vera rekstur líkamsræktarstöðvar og 30,6 m2 aðstöðu á 1. hæð sundlaugar þar sem skal vera veitingasala. Húsnæðið leigist til 5 ára með möguleika á framlengingu um 3 […]

Veisla við Flensborgarhöfn

Blásið verður til tveggja daga hátíðarhalda um helgina í Hafnarfirði í tilefni Sjómannadagsins. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hefur tekið sig saman og sett upp metnaðarfulla og heimilislega dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar. Sjómannadagurinn skipar stóran sess í hugum Hafnfirðinga enda saga sjómanna á svæðinu bæði innihaldsrík og djúpstæð.   Hafnfirðingar hafa haldið […]

Gúttó – vagga menningarlífs

Í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem ljósi er varpað á sögu Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og því mikla félags- og menningarstarfi sem fram hefur farið í húsinu í gegnum tíðina. Góðtemplarastúkan Daníelsher er elsta starfandi félag í Hafnarfirði og […]

Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjár

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Kaldársel,  Kaldárbotna og Gjárnar Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 25. maí 2016 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar í auglýsingu. Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefni þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, […]

Til hamingju með daginn!

Hafnarfjarðarbær fagnar 108 ára kaupstaðarafmæli í dag en bærinn fékk kaupstaðarréttindi þann 1. júní 1908.  Hafnarfjarðarbær varð fimmta bæjarfélagið á Íslandi sem fékk kaupstaðaréttindi. Lengi vel hafði Hafnarfjörður þá sérstöðu að aðalatvinnuvegur þar var ekki landbúnaður, eins og víða var,  heldur sjávarútvegur.  Mikill vilji var fyrir því að gera Hafnarfjörð að sérstöku sveitarfélagi strax árið 1876 vegna […]