Nýtt ákvæði gegn mansali Posted nóvember 3, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær hefur síðustu mánuði veitt hættunni á mansali sérstaka athygli og farið markvisst yfir innkaupaferla og útboðsskilmála með það fyrir augum að vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart mansali. Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar í vikunni var samþykkt nýtt ákvæði um mansal í útboðsskilmála bæjarins. Nýju ákvæði um mansal verður bætt […]
Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði Posted nóvember 1, 2016 by avista Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan samning milli velferðarráðuneytisins og Hafnarfjarðarkaupstaðar um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis í bæjarfélaginu. Samningurinn kemur í stað eldri samnings frá árinu 2010 sem ekki komst til framkvæmda en Hafnarfjörður var í upphaflegum hópi sveitarfélaga sem ákveðið var að semja við um byggingu hjúkrunarheimilis samkvæmt svokallaðri leiguleið. Áætlað er að […]
Jólatré ekki sótt heim eftir jól Posted október 26, 2016 by avista Tilkynning til íbúa Hafnarfjarðarbæjar og félagasamtaka Hafnarfjarðarbær vill vekja sérstaka athygli á því að bærinn mun ekki hirða jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina í ár og vill þar með beina því til félagasamtaka að opnast hefur á þann möguleika að þau taki verkefnið að sér. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs […]
Ásvallalaug lokuð um helgina Posted október 26, 2016 by avista Íbúar og góðir gestir takið eftir! Ásvallalaug verður lokuð allan daginn laugardaginn 29.okóber vegna sundmóts. Sunnudaginn 30.október verður lokað til kl. 14 og opið fyrir almenning frá kl. 14-17. Þökkum sýndan skilning!
Bæjarstjórnarfundur 26. okt Posted október 24, 2016 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 26. október. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Hér er hægt að nálgast dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending fundar hefst kl. 14:00
Lokanir á Kvennafrídegi Posted október 24, 2016 by avista Kvennafrídagurinn er í dag og við hvetjum okkar konur til þátttöku! Konur hjá Hafnarfjarðarbæ fá frí frá kl.14:30 í dag til að taka þátt í skipulögðum hátíðarhöldum og samstöðufundi á Austurvelli. Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar og Bókasafn Hafnarfjarðar verða lokuð frá kl. 14:30. Fyrir helgi var sendur póstur á foreldra leik- og grunnskólabarna þar sem foreldrar voru hvattir […]
Haustsópun í Hafnarfirði Posted október 21, 2016 by avista Haustið er búið að vera fallegt hér í Hafnarfirðinum og litirnir í náttúrunni kostulegir. Nú eru lauf farin að falla af trjám og haustsópun því við það að hefjast hjá bænum. Í haustsópun er farið yfir allar götur bæjarins, þær sópaðar og reynt að ná sem stærstum hluta af laufmassanum sem hefur fallið síðustu daga […]
Hafnarfjörður keppir í kvöld Posted október 21, 2016 by avista Áfram Hafnarfjörður! Í kvöld etja kappi Hafnarfjörður og sveitarfélagið Ölfus. Liðið sem tekur þátt fyrir hönd Hafnarfjarðar í ár var valið af íbúum Hafnarfjarðar síðla sumars og þykir það spanna ansi vítt áhugasvið, búa að dýrmætri reynslu og ríkri þekkingu á fjölbreyttu sviði. Liðið skipa þau Tómas Geir Howser Harðarson, Sólveig Ólafsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir […]
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Posted október 21, 2016 by avista Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst í Perlunni 16. október. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á vegum sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu hófst 16. október í Perlunni í Öskjuhlíð, Reykjavík. Þar verður opið alla daga milli kl. 10 og 22. Á kjördag, laugardaginn 29. október, verður opið milli kl. 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins. Nánari upplýsingar er […]
9 sóttu um stöðu leikskólastjóra Posted október 21, 2016 by avista Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu stöðu leikskólastjóra á leikskólanum Hlíðarenda. Níu einstaklingar sóttu um stöðuna og var Árný Steindóra Steindórsdóttir valin úr hópi umsækjenda. Árný var til fjögurra ára leikskólastjóri Hjalla í Hafnarfirði auk þess að sinna stöðu deildarstjóra, leikskólakennara, verkefnastjóra og leikskólafulltrúa fyrir leikskóla Hjallastefnunnar um árabil. Hún er með leikskólakennarapróf auk þess að vera […]