Nýskipan lífeyrismála – bókun Posted október 20, 2016 by avista Meðfylgjandi bókun var lögð fram á fundi bæjarráðs nú í morgun. Bæjarráð Hafnarfjarðarkaupstaðar harmar að ekki skuli hafa tekist að ná niðurstöðu um nýskipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Í stað þess að mæta halla lífeyrissjóðanna með skuldayfirlýsingum sem kæmu til greiðslu á næstu þrjátíu árum stefnir að óbreyttu í að sveitarfélögin þurfi að standa undir hækkun […]
Grenndarkynning – Suðurhöfn Posted október 20, 2016 by avista Grenndarkynning – breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar, Óseyrarbraut 1 – 3 Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 4. október 2016, að grenndarkynna tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að gangstétt er steypt frá lóðamörkum Óseyrarbrautar 3 og […]
Gjaldtaka stöðuleyfa lögmæt Posted október 19, 2016 by avista Nokkuð er um það í Hafnarfjarðarbæ að lóðarhafar hafi gáma á lóðum sínum. Í upphafi árs 2016 var ákvörðun tekin um að taka upp það verklag að sækja þyrfti um stöðuleyfi vegna gáma og að innheimt yrðu stöðugjöld af þeim, samkvæmt 2.6.1. grein byggingingarreglugerðar nr.112/2012 og reglum um stöðuleyfi sem samþykktar voru í bæjarstjórn Hafnarfjarðar […]
Forvarnardagurinn er í dag Posted október 12, 2016 by avista Miðvikudagurinn 12. október er tileinkaður forvörnum. Forvarnardagurinn var fyrst haldinn haustið 2006 og er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra […]
Ríkissjóður ábyrgist rekstur Posted október 12, 2016 by avista Ríkissjóður ábyrgist rekstur hjúkrunarheimilis Viðræður hafa staðið yfir síðustu mánuði milli Hafnarfjarðarbæjar og velferðarráðuneytis eftir að sveitarfélagið fór þess á leit við ráðuneytið að samningur frá 2010 um uppbyggingu og rekstur á 60 rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði skv. svokallaðri leiguleið yrði endurskoðaður. Samkomulag hefur nú náðst um breytingar á ákvæðum í eldri samningi hvað varðar […]
Bæjarstjórnarfundur 12. okt Posted október 10, 2016 by avista Bilun er í streymi á beinni útsendingu frá bæjarstjórnarfundi og liggur útsending niðri í augnablikinu. Verið er að vinna að lagfæringu og vonir standa til þess að útsending komist í lag innan tíðar. Fundurinn er tekinn upp og verður settur á netið um leið og honum lýkur. ______________________________ Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 12. […]
Frístundaheimili Hauka Posted október 7, 2016 by avista Haukar reka áfram frístundaheimili. Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar hafa gert samning um að Haukar með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar reki áfram frístundaheimili fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Frístundaheimilið er rekið á Ásvöllum og eru í dag 55 börn skráð í frístund og fjölgar þeim í 60 á næstu dögum. Hér er um að ræða […]
Skipulagslýsing – vatnsvernd Posted október 6, 2016 by avista Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Á fundi Bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst 2016 var bókað: Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010. Samþykkt með 5 […]
Skuggakosningar í Flensborg Posted október 6, 2016 by avista Skuggakosningar verða haldnar í Flensborgarskóla fimmtudaginn 13. október. Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þátttöku í lýðræði og munu ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna fá tækifæri til að halda kynningar í hádegishléum og taka þátt í pallborðsumræðum í aðdraganda kosninganna. Skuggakosningar í Hafnarfirði var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands í […]
Heimanámsaðstoð Posted október 6, 2016 by avista Heimanámsaðstoð fyrir nemendur með erlendan bakgrunn Heimanámsaðstoð er nú í boði fyrir nemendur með erlendan bakgrunn í 8.-10 bekk í Hafnarfirði. Verkefnið er ætlað þeim nemendum sem vantar aðstoð við heimanám og hafa áhuga að hittast einu sinni í viku og fá aðstoð frá sjálfboðaliðum. Heimanámsaðstoðin er í boði alla miðvikudaga frá kl. 16:30 – […]