Category: Fréttir

Actavis til umræðu í Bæjarráði í morgun

Bæjarráð fundaði í morgun með fulltrúum frá Actavis þar sem farið var yfir þær breytingar sem framundan eru hjá fyrirtækinu. Starfsemi Actavis er snar þáttur í fjölbreyttu atvinnu lífi Hafnarfjarðar og fyrirhugaður samdráttur rekstrarins því áfall. Bæjarráð skorar á stjórnendur Actavis að leita allra leiða til að viðhalda öflugri starfsemi í Hafnarfirði og að allir […]

Viðamikil umbótaáætlun lögð fram

Nú liggja fyrir niðurstöður úttekta á rekstri Hafnarfjarðarbæjar sem ráðgjafafyrirtækin Capacent og R3 hafa unnið að undanfarna mánuði. Skýrslurnar og tillögur til umbóta hafa verið birtar á vef Hafnarfjarðar í anda opinnar stjórnsýslu gagnvart bæjarbúum. Tillögurnar verða teknar til meðferðar á næstu vikum og mánuðum innan stjórnkerfis bæjarins.  Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur það markmið að stöðva […]

Sumarhátíð í miðbænum

Fimmtudaginn 2. júlí milli kl. 13 og 16 verður haldin sumarhátíð í miðbænum fyrir börn og unglinga sem hafa tekið þátt í sumarstarfi í Hafnarfirði. Kl. 13 verður hafist handa við að kríta listaverk á Ráðhústorgið (ef veður leyfir) og kl. 14 hefst dagskrá á Thorsplani. Gestir geta tekið þátt í leikjum og þrautum, listahópur […]

Breytingar á stjórnskipulagi bæjarins samþykktar

Á aukafundi í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar í morgun voru samþykktar eftirfarandi breytingar á á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar. Breyting á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðarkaupstaðar. Hjá bænum verða fjögur þjónustusvið og tvö stoðsvið.  Þjónustusviðin snúa einkum að þjónustu við bæjarbúa en verkefni stoðsviðanna miða að því að styðja við framkvæmd verkefna á þjónustusviðunum. […]

Bæjarstjórnarfundur 29.júni

Boðað er til aukafundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar mánudaginn 29.júní kl.09.15 í Hafnarborg. Dagskrá bæjarstjórnarfundar 29. júní 2015 Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á vef bæjarins.

Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi

Capacent hefur unnið úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins. Hér er hægt að nálgast skýrsluna – Úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins, Greiningarhluti“.

Fráveitan – unnið við lagfæringar á Ósnum

Starfsmenn Fráveitu Hafnarfjarðar og kafarar frá Köfunarþjónustunni hf. hafa lokið við það vandasama verk að hreinsa „Ósinn“ miðlunargeymi Fráveitu Hafnarfjarðar. Ástand geymisins var mun lakara en búist hafði verið við en annar tveggja hnífloka í botni hans var fastur og óvirkur. Smíði rörhluta og annarra íhluta er hafin en ljóst er að frágangur þeirra og […]

Greining á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar

Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir kynnti bæjarstjóri, Haraldur L. Haraldsson, skýrslu um greiningu á fjárhag Hafnarfjarðarkaupstaðar.  Skýrslan, sem er unnin er af bæjarstjóra,  er greining á heildarrekstri og fjármálum Hafnarfjarðarkaupstaðar á tímabilinu frá 2002 til 2014. Í skýrslunni kemur fram að fjárhagsvandi Hafnarfjarðarkaupstaðar er tvíþættur. Annars vegar rekstrarvandi, þar sem rekstrarafgangur fyrir óreglulegar […]

Sigurvegarar dorgveiðikeppninnar

Leikjanámskeiðin í Hafnarfirði stóðu fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju á miðvikudag. Rúmlega 300 veiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á bryggjuna og veiddu tæplega 100 fiska. Á færin komu hin ýmsu sjávardýr eins og koli, ufsi, marhnútar og krossfiskur. Hörður Rafnar Auðarson Pálmarsson veiddi  einhverskonar burstaorm og fékk verðlaun fyrir furðufiskinn. Aníta Ósk Hilmarsdóttir […]

Dorgveiðikeppni

Miðvikudaginn 24. júní standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára. Í rúm 20 ár hefur Hafnarfjarðarbær staðið fyrir þessari dorgveiðikeppni og í fyrra tóku rúmlega 300 börn þátt og veiddu tæplega 200 fiska. Sigurvegarinn veiddi fjóra fiska og vó þyngsti fiskur […]