Category: Fréttir

Alútboð – skóli í Skarðshlíð

 Alútboð – forval Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu alútboði vegna hönnunar og byggingar á skóla í Skarðshlíð, Hafnarfirði. Skólinn samanstendur af húsnæði fyrir 2ja hliðstæðu grunnskóla um 6.710 m2, tónlistarskóla um 470 m2, leikskóla um 750 m2 og íþróttahús um 870 m2, samtals um 8.800 m2. Gert er ráð fyrir að skólinn […]

Dagur Jónsson

Dagur Jónsson veitustjóri er látinn en hann lést 9. febrúar, eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Dagur er borinn til grafar í dag kl. 15 frá Hafnarfjarðarkirkju. Meðfylgjandi er minningargrein bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar. Dagur Jónsson Mig langar að minnast hér með nokkrum orðum Dags Jónssonar sem á að baki hjá Hafnarfjarðarkaupstað langan og farsælan starfsferil. […]

Innra eftirlit með þjónustu við fatlað fólk og fræðslustarf

Félagsmálastjórar á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ) mynduðu samráðshóp um þjónustu við fatlað fólk þegar málaflokkurinn var færður til sveitarfélaganna í ársbyrjun 2011. Hefur hann komið saman reglulega síðan. Meðal viðfangsefna hefur verið eftirlit með þjónustunni eins og kveðið er á um í lögum að sveitarfélögin skuli sinna, svonefnt […]

Bjartir dagar – þín þátttaka?

Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 19.-23. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Ertu með hugmynd að dagskráratriði? Óskað […]

Tóbakskönnun – 43% sölustaða virða ekki aldursmörk

Í lok janúar stóð Hafnarfjarðarbær fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur á sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði. Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa sígarettur. Sex sölustaðir seldu unglingunum sígarettur af 14 sölustöðum eða 43% sölustaða sem eru aðgengilegir ungu fólki. Íþrótta- og tómstundanefnd […]

Bæjarstjórnarfundur 15. feb

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 15. febrúar. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins.   Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru aðalskipulag Hafnarfjarðar og breyting vegna vatnsverndarmarka til samræmis […]

Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skilað inn með rafrænum hætti fyrir 15. mars 2017. Hver umsókn skal aðeins innihalda eitt verkefni. Einu sinni á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir menningarstyrkjum til menningarstarfsemi til eflingar á hafnfirsku […]

Bærinn opnar bókhaldið

Hafnarfjarðarbær hefur tekið ákvörðun um að opna bókhald bæjarins og gera aðgengilegt á heimasíðu sinni. Markmiðið er að auka aðgengi fyrir notendur að fjárhagsupplýsingum og skýra á sem einfaldastan máta og með myndrænum hætti ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins. Nýr raunveruleiki kallar á nýjar lausnir og vill Hafnarfjarðarbær með þessu framtaki svara ákalli um aukinn sýnileika og […]