Bæjarstjórn Hafnarfjarðar óskar eftir skýrum svörum um Iðnskólann Posted apríl 29, 2015 by avista Á fundi bæjarstjórnar sem nú stendur yfir var samþykkt að fara fram á það við ráðherra að hann endurskoði ákvörðun sína um samruna Iðnskólans í Hafnarfirði og Tækniskólans og hafi samráð og samvinnu við fulltrúa hagsmunaaðila, starfsfólks, nemenda, atvinnulífs og bæjaryfirvöld í Hafnarfirði um stöðu og framtíð skólans. Bæjarstjóri hefur nú þegar óskað eftir fundi […]
Ársreikningur ársins 2014 samþykktur Posted apríl 29, 2015 by avista Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar var samþykktur á fundi sem nú var að ljúka. Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2014 sýnir að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er áfram erfið og að mikilvægt er að minnka útgjöld og greiða niður skuldir. Rekstarniðurstaða ársins, A- og B-hluta, var jákvæð um einungis 76 milljónir króna, sem er ekki í samræmi við aðlögunaráætlun sem gerð […]
Ertu með góða hugmynd ? Bæjarráð auglýsir eftir styrkumsóknum Posted apríl 28, 2015 by avista Bæjarráð Hafnarfjarðar veitir félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Verkefni skulu tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti svo sem að þau fari fram í Hafnarfirði eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. […]
Sölutjöld/hús á 17. júní Posted apríl 28, 2015 by avista Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní geta sótt um söluleyfi til skrifstofu tómstundamála, netfang: ith@hafnarfjordur.is eða í þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötur 6 merktar 17. júní. Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 20. maí kl. 15:00, en þá verður dregið um staðsetningu söluaðila og er aðilum boðið að […]
Mikill áhugi á Víðistaðatúni Posted apríl 27, 2015 by avista Nýlega hóf starfshópur störf á vegum Hafnarfjarðarbæjar sem er ætlað að skoða möguleika á að nýta Víðistaðatún enn betur og móta framtíðarsýn fyrir svæðið. Þann 20.apríl var haldinn íbúafundur um Víðistaðatún, fjölmargir mættu á fundinn og voru líflegar og áhugaverðar umræður.
Menningarstyrkir veittir Posted apríl 27, 2015 by avista Hafnarfjarðarbær veitti menningarstyrki við hátíðlega athöfn í Hafnarborg sl. föstudag og hlutu 23 einstaklingar, menningarhópar eða samtök styrk frá menningar- og ferðamálanefnd í ár. Veittir voru styrkir að upphæð kr. 4.240.000. Að auki fær Gaflaraleikhúsið samkvæmt samningi kr. 20.000.000 á ári. Styrki hlutu: Karlakórinn Þrestir kr. 150.000. Barabörukórinn kr. 150.000. Kór Öldutúnsskóla kr. 200.000 en […]
Bæjarstjórnarfundur 29.apríl Posted apríl 27, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 29.apríl 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
Gefa starfsmönnum frí til að taka þátt í hátíðarhöldum á 19.júní Posted apríl 24, 2015 by avista Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag að starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar verði gefið frí frá hádegi 19. júní 2015 í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar íslenskra kvenna. Skipulögð hátíðahöld eru áformuð viða um land þennan dag og með því að gefa frí er starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar gefinn kostur á að taka þátt í þeim. Stofnanir bæjarins […]
Skráning í sumarstarf hafin Posted apríl 24, 2015 by avista Skráning í sumarstarf á vegum Hafnarfjarðarbæjar er hafin á Mínum síðum á www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2015 undir aðrar umsóknir. Á www.tomstund.is/sumarvefur er hægt að skoða framboðið á sumarstarfi í Hafnarfirði. Á vegum Hafnarfjarðarbæjar er boðið uppá leikjanámskeið fyrir 7-9 ára og Tómstund fyrir 10-13 ára börn. Þá verða starfræktir Skólagarðar þar sem börn á aldrinum 7-12 ára hafa forgang að skrá […]
Bjartir dagar 22.-26. apríl Posted apríl 22, 2015 by avista Það verður mikið um dýrðir á menningarhátíð Hafnarfjarðar Björtum dögum sem haldnir verða dagana 22.-26. apríl. Á síðasta degi vetrar syngja fjórðu bekkingar inn hátíðina og sumarið, listamenn bjóða heim á Gakktu í bæinn og Heimahátíðin verður haldin í 13 heimahúsum í miðbænum. Sumri verður fagnað með fjölskyldudagskrá á Sumardaginn fyrsta og á Björtum dögum […]