Category: Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin er í fullum gangi í grunnskólum Hafnarfjarðar þar sem 7. bekkingar skólanna eru í markvissri þjálfun í framsögn og upplestri. Lokahátíð keppninnar fyrir Hafnarfjörð fer fram í Hafnarborg þriðjudaginn 8. mars kl. 17 þar sem tveir fulltrúar hvers grunnskóla taka þátt.   Á lokahátíðinni eru jafnframt kynnt úrslit í smásagnasamkeppni 8.-10. bekkinga og […]

Undirritanir útboðssamninga

Undirskriftir í tengslum við nýja samninga vegna útboða á þjónustuþáttum Hafnarfjarðarbæjar halda áfram. Í síðustu viku var skrifað undir samning við Hópbíla vegna skólaaksturs og ISS vegna ræstinga og heimsendingar á mat til eldri borgara.  Hópur fulltrúa Hópbíla og Hafnarfjarðarbæjar við undirritun samnings um skólaakstur Útboð í ræstingu er að skila sparnaði upp á rúmar […]

Eflandi starf eldri borgara

Mjög metnaðarfullt og heilsueflandi starf er að eiga sér stað innan Félags eldri borga í Hafnarfirði.  Dansleikir eru haldnir mánaðarlega í Hraunseli yfir veturinn auk þess sem eldri borgarar fá tækifæri til að æfa dans tvisvar í viku.  Vikudagskrá félagsins er fjölbreytt og nýtir fjöldi eldri borgara sér m.a. möguleika til innanhússgöngu í Kaplakrika. Alla […]

65M til hafnfirskra heimila

Hafnarfjarðarbær niðurgreiddi íþrótta- og tómstundastarf 6-16 ára barna um 64,5 milljónir árið 2015. Ráðstöfun niðurgreiðslustyrkja frá 2012-2015 var kynnt í fræðsluráði í síðustu viku. Í heild nýttu foreldrar 3.050 barna sér frístundastyrk sveitarfélagsins árið 2015. Þar af voru rúmlega 2.500 börn sem fengu niðurgreiðslu fyrir fleira en eitt námskeið.  Til þess að námskeið sé niðurgreitt […]

Aukin þjónusta fyrir fatlað fólk

Hafnarfjarðarbær og sjálfseignarstofnunin Sérfræðingarnir (Specialisterne á Íslandi) gerðu nýlega með sér samstarfssamkomulag til sex mánaða sem gildir frá og með næstu mánaðarmótum. Specialisterne munu á tímabilinu veita fötluðum atvinnuleitendum innan Hafnarfjarðarbæjar starfsþjálfun við hæfi auk starfsmats gagngert til að auka líkur þeirra og farsæld á almennum vinnumarkaði. Hér er um hreina viðbót að ræða við […]

Álagning fasteignagjalda

Nú er hægt að nálgast álagningarseðla fasteignagjalda á Mínum síðum og á þjónustuveitunni  www.island.is. Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í pósti er bent á að hafa samband við Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar. Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2016 eru tíu. Fyrsti gjalddagi er 15.janúar 2016 en eftir það 1. hvers mánaðar frá mars til […]

Vill kaupa St. Jósefsspítala

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerir að tillögu sinni að formlegar samningaviðræður hefjist við Fasteignir ríkisins um kaup bæjarins á eignarhlut ríkisins í St. Jósefsspítala. Síðustu misseri hafa viðræður átt sér stað milli Hafnarfjarðarbæjar og Fjármálaráðuneytisins um framtíð bygginga St. Jósefsspítala en fasteignirnar voru auglýstar til sölu á síðasta ári. Meðal annars hafa viðræður milli bæjarins og ríkisins […]

Bæjarstjórnarfundur 20. janúar

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 20. janúar 2016  kl 16:00.   Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins.

Fleiri bækur á skólabókasöfn

Fræðsluráð hefur samþykkt að leggja fram tillögu til Bæjarstjórnar þess efnis að fjárveiting til bókakaupa í skólum bæjarins og kaupa á föndurvörum verði aukin um 50% auk þess að veita 700.000.- krónum í Bíó- og bókahátíð barnanna sem fram fer nú í febrúar. Þetta er gert til að styðja frekar við læsisverkefnið sem í gangi […]

Landsleikur í lestri

Grunnskólar í Hafnarfirði setja sér sín markmið í lestri fyrir hvert skólaár til ársins 2020 sem tala saman við árangursmarkmið sveitarfélagsins í heild sinni. Markmiðasetningin er liður í því að  bæta námsárangur innan sveitarfélagsins og efla þannig læsi, virkni og námsáhuga á öllum námssviðum og námsgreinum. Unnið er að margþættum verkefnum bæði aðlöguðum verkefnum innan […]