Syngjandi jól á laugardaginn Posted nóvember 30, 2015 by avista Syngjandi jól, árleg kórahátíð hafnfirskra kóra á aðventu, verður haldin í Hafnarborg laugardaginn 5. desember nk. Hátíðin er í nánum tengslum við Jólaþorpið sem er opið á sama tíma við alla Strandgötuna. Dagskrá Syngjandi jóla 2015 er sem hér segir: 09:20 Leikskólinn Norðurberg 09:40 Kór Setbergsskóla 10:00 Leikskólinn Hvammur 10:20 Leikskólinn Álfasteinn 10:40 Leikskólinn Stekkjarás […]
Tilkynning vegna slæms veðurs Posted nóvember 30, 2015 by avista Íbúar Hafnarfjarðar eru hvattir til að fylgjast með veðri á morgun þriðjudaginn 1. desember. Einnig eru íbúar hvattir til að fara varlega og ekki vera á ferðinni að óþörfu meðan versta veðrið gengur yfir. Íbúar eru beðnir um að hreinsa vel frá sorpílátum og má búast við að sorphirða riðlist aðeins vegna veðurs.
Undirritun samninga við sveitarfélög um móttöku flóttafólks Posted nóvember 25, 2015 by avista Undirritun samninga við sveitarfélög um móttöku flóttafólks Félags- og húsnæðismálaráðherra og bæjarstjórar Hafnarfjarðarkaupstaðar, Akureyrarkaupstaðar og Kópavogsbæjar undirrituðu í dag samninga um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna sem væntanlegir eru til landsins í næsta mánuði. Undirbúningur að móttöku flóttafólksins hefur staðið yfir um nokkurt skeið í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNCHR). Hópurinn samanstendur af tíu fjölskyldum; […]
Bæjarstjórnarfundur 25. nóvember 2015 Posted nóvember 23, 2015 by avista Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 25.nóvember 2015 kl 16:00. Hér er hægt að nálgast dagskrá bæjarstjórnarfundarins. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.
Kór Öldutúnsskóla 50 ára Posted nóvember 23, 2015 by avista Kór Öldutúnsskóla hélt upp á afmælið sitt með pompi og prakt í gær, sunnudag í skólanum okkar enda 50 ár liðin frá stofnun kórsins. Skólastjóri Öldutúnsskóla, Valdimar Víðisson, flutti ávarp þar sem hann lýsti mikilvægi þess að hafa svona öflugan og góðan kór í skólanum. Hann þakkaði Agli Friðleifssyni stofnanda og fyrrum kórstjóra og núverandi […]
Skarðshlíð breytt skipulag Posted nóvember 23, 2015 by avista Kynningar- og upplýsingafundur á vinnu við breytt deiliskipulag Skarðshlíðar verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 17:15 í Hafnarborg, Strandgötu 34 Hafnarfirði. Fólk er boðið velkomið á upplýsingafund um tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar. Á fundinum verður farið yfir tillöguna, samgöngu- og umferðarmál. Skipulagsfulltrúinn í Hafnarfirði.
Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ Posted nóvember 23, 2015 by avista Tilkynning frá Hafnarfjarðarbæ vegna úrskurðar Persónuverndar í máli 2015/241 (miðlun persónuupplýsinga frá Vodafone til Hafnarfjarðarbæjar og vinnsla á þeim) Niðurstaða Persónuverndar var sú að Hafnarfjarðarbær hefði haft lögmæta hagsmuni af því að kalla eftir upplýsingum frá Vodafone í umrætt sinn vegna rannsóknar meints öryggisbrots í Ráðhúsi Hafnarfjarðarbæjar, og að vinnsla þeirra hefði verið í samræmi […]
Íbúafundur um fjárhagsáætlun Posted nóvember 21, 2015 by avista Hér er hægt að nálgast upptöku af íbúafundi bæjarstjóra 10. nóvember síðastliðinn. Kynning bæjarstjóra – glærur Hér er hægt að horfa á kynningu bæjarstjóra 10.11.2015 (Opnast í nýjum vafraglugga)