Deildarstjóri barnaverndar – Fjölskyldu- og barnamálasvið

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 18.04.2024

Umsóknarfrestur til: 29.04.2024

Tengiliður: Guðlaug Ósk Gísladóttir

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða deildarstjóra barnaverndar sem heyrir undir fjölskyldu- og barnamálasvið. Um fullt starf er að ræða. 

Deildarstjóri barnaverndar er hluti af stjórnendateymi sviðsins og heyrir beint undir sviðsstjóra. Viðkomandi ber ábyrgð á því að fagleg vinnubrögð séu í starfi deildarinnar og tekur, ásamt öðrum stjórnendum, þátt í stefnumótun og innleiðingu nýjunga.

Á síðasta ári samþykkti Alþingi framkvæmdaáætlun í barnavernd 2023-2027 sem miðar að umfangsmikilli endurskoðun og úrbótum á þjónustu við börn. Næstu árin munu barnaverndarþjónustur sveitarfélaganna, mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna- og fjölskyldustofa vinna samkvæmt áætluninni að aðgerðum í samstarfi við helstu aðila sem að þjónustunni koma. Þá verður áfram unnið að innleiðingu farsældarlaga innan sveitarfélagsins í samstarfi við mennta- og lýðheilsusvið sem og aðra hagaðila.   

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á samstarf með heildarsýn að leiðarljósi sem og metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð, mannaforráð og starfsemi deildarinnar
  • Vinnur í samstarfi við deildir innan sviðsins og þvert á svið Hafnarfjarðarbæjar
  • Þátttaka í fjárhagsáætlanagerð og ber ábyrgð á að rekstur deildarinnar sé innan fjárhagsáætlunar
  • Þátttaka í stefnumótun sviðsins
  • Leiðir starf barnaverndarteymis, úthlutar verkefnum og leggur mat á tilkynningar
  • Ábyrgð á vinnslu barnaverndarmála og ákvörðun hvaða mál fara fyrir umdæmisráð
  • Þátttaka í þróun og eflingu á þjónustuþáttum deildarinnar
  • Hefur frumkvæði að og hvetur til þróunar nýrra úrræða til að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur viðkomandi

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • BS/BA próf sem nýtist í starfi
  • Meistarapróf í félagsráðgjöf, sálfræði eða lögfræði eða mjög víðtæk starfs- og stjórnunarreynsla á sviði velferðarmála
  • Reynsla af félagsþjónustu sveitarfélaga er æskileg
  • Reynsla af barnaverndarstarfi er skilyrði
  • Farsæl reynsla af rekstri og stjórnun mannauðs
  • Reynsla af þverfaglegu samstarfi og samstarfi stofnana
  • Reynsla af þróun og innleiðingu nýrra ferla
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og góð félagsleg færni
  • Leiðtogafærni, frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran, ráðgjafi hjá Intellecta (thelma@intellecta.is) og Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs,gudlaugg@hafnarfjordur.is eða í síma 585-5500

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Umsóknarfrestur er til og með 29. apríl 2024.

Umsókn óskast fyllt út á www.hafnarfjordur.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar um að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf