Sumarstörf á leikskólum Hafnarfjarðarbæjar

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 27.02.2023

Umsóknarfrestur til: 14.04.2023

Tengiliður: mannaudur@hafnarfjordur.is

Við leitum eftir hressum og jákvæðum starfsmönnum til starfa sem leikskóla- og frístundaliðar á leikskóla Hafnarfjarðarbæjar til sumarafleysinga.

Ráðningartíminn getur verið misjafn og að jafnaði frá miðjum maí fram í miðjan ágúst. Leikskólar Hafnarfjarðabæjar verða lokaðir frá 24. júlí til og með 4. ágúst

Leikskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt betri vinnutíma sem miðast við 36 stunda vinnuviku fyrir allt starfsfólk.

Skilyrði er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð og sé 18 ára eða eldri. 

 

Helstu verkefni og ábyrgð: 

 • Sinnir uppeldi og menntun barna á leikskóla undir leiðsögn og stjórn deildarstjóra og stjórnenda leikskóla. 
 • Fylgist með og aðstoðar börn í leik og starfi. 
 • Tekur þátt í leikskóla- og frístundastarfi innan leikskólans og öðrum þeim störfum sem fram fara innan skóladagsins. 
 • Fylgist vel með velferð barna og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
 • Tekur þátt og kemur að hugmyndavinnu og skipulagi á tómstunda- og frístundastarfi innan leikskólans. 
 • Aðstoðar börn á matmálstímum og sinnir undirbúningi og frágangi.   
 • Vinnur í samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna undir stjórn deildarstjóra. Situr fundi með foreldrum sem haldnir eru á vegum leikskólans. 
 • Er til stuðnings og aðstoðar við sérfræðinga sem starfa með og sinna börnum með sértækan vanda, eða börnum með einhvers konar fötlun, röskun og /eða sérþarfir (þegar við á)
 • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er eiga við og aðalnámskrá leikskóla.
 • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af uppeldis- eða kennslustörfum æskileg
 • Reynsla af sambærilegum störfum á leikskóla kostur
 • Áhugi á faglegu starfi með börnum
 • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
 • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
 • Sjálfstæði í starfi og faglegur metnaður
 • Geta til að aðlagast breytilegum aðstæðum og vinna undir álagi
 • Góð íslenskukunnátta

 

Nánari upplýsingar um störfin veita leikskólastjórar á hverjum leikskóla. 

Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2023

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Verkalýðsfélagið Hlíf, eða KÍ ef kennaramenntaður einstaklingur sækir um starfið. 

Fáist faglærður kennari til starfa, nýtur hann forgangs í starfið á grundvelli laga nr. 95/2019. Við hvetjum kennara til að sækja um. Leyfisbréf kennara fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf