Þétt helgardagskrá – Eitthvað fyrir okkur öll!

Fréttir

Víkingahátíð, listasýningar, spjall um list og lestur á pólsku. Helgin er troðfull af gullmolum.

Viðburðarík helgi er framundan í Hafnarfirði. Látum okkur nú sjá!

 

Víkingahátíð í Hafnarfirði 13.-18 júní.

Farðu aftur í tímann og upplifið hinn víkinglega anda! Á 28. Víkingahátíðinni í Hafnarfirði mætir fjöldi víkinga hvaðanæva að – meira en 150 víkingar frá Íslandi og erlendis taka þátt í þessari stórbrotnu fjölskylduhátíð.

Litla gallerý – Æviskeiðar – Heimir Snær Sveinsson

Sýning Heimis Snæs Sveinssonar er opin alla helgina og einnig 17. júní. Á sýningunni eru verk sem miðla hugmyndum um tengingu undirmeðvitundar og umhverfisins.

  • Opnunartímar um helgina:
    Föstudagur       13. júní   13:00 – 18:00
    Laugardagur     14. júní   13:00 – 15:00
  • Nánar hér
Kit og Cosplay smiðja!
Hefur þig alltaf langað í geggjaðan búning? Horfir á öll vídjóin á jútúb og fylgir öllum með #cosplay á öllum miðlum?mEr EVAfoam ógnvekjandi? Eru saumavélar á hæsta tindi ómöguleikans? Rugl. Það geta allir gert galla/kit. Smiðja í Bókasafni Hafnarfjarðar milli kl. 13-15.
Czytanie na polanie | Lestur í skóginum

Biblioteka w Hafnarfjörður zaprasza wszystkie dzieci do wzięcia udziału w międzynarodowej akcji „Czytanie na polanie“ edycja 2025.

  • j„Czytanie na polanie“ odbędzie się 14 czerwca , w godzinach od 13.00-15.00, w Hellisgerði w Hafnarfjörður.
  • Widzieć
Í sátt við efni og anda – sýningarstjóraspjall

Aldís Arnardóttir, sýningarstjóri og forstöðumaður Hafnarborgar, leiðir gesti um sýninguna Í sátt við efni og anda, sem stendur yfir í Hafnarborg í sumar, þar sem litið er yfir langan og fjölbreyttan feril listamannsins Eiríks Smith. Þá er sýningin sett upp í tilefni af því að listamaðurinn hefði fagnað 100 ára afmæli í ár, hefði honum enst aldur.

Og svo stóri fjölskyldudagurinn okkar, þjóðhátíðardagurinn á þriðjudag. Vá, hvað verður gaman.

Ábendingagátt