Fólk með fötlun

Fólk með fötlun á rétt á þeirri þjónustu og stuðningi sem það þarf til að lifa sjálfstæðu og virku lífi. Í Hafnarfirði er þjónandi leiðsögn höfð að leiðarljósi. Hlýja og hvatning er sýnd í öllum aðstæðum.

Akstursþjónusta

Sækja um akstur

Fólk með fötlun sem getur ekki nýtt sér strætó getur fengið akstursþjónustu til að komast í vinnu, skóla, hæfingu, þjálfun, stundað tómstundir og farið til læknis.

Hverjir eiga rétt á akstursþjónustu?

Til að eiga rétt á þjónustunni þarf að vera með lögheimili í Hafnarfirði og uppfylla allavega eitt af eftirfarandi: 

  • Vera með hreyfihömlun og nota hjólastól
  • Geta ekki notað almennings-samgöngur vegna fötlunar
  • Vera blindur einstaklingur

Börn með fötlun geta fengið akstursþjónustu til að komast til læknis eða í hæfingu. Skóla-akstur og frístunda-bíll er í boði fyrir börn til að komast í skóla og tómstunda-starf.

Hvernig er sótt um akstursþjónustu?

Það er sótt um á Mínum síðum í umsókn um þjónustu fyrir fólk með fötlun. Til að fá meiri upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á akstur@hafnarfjordur.is.

Hvað kostar akstursþjónusta?

  • Fastar ferðir kosta sama og hálft fargjald hjá strætó. Fastar ferðir eru ferðir sem eru bókaðar fyrir 16 daginn áður, til dæmis vegna vinnu, skóla eða hæfingar.
  • Ferðir með stuttum fyrirvara kosta sama og fargjald strætó.
  • Ef ferð er ekki afpöntuð með fyrirvara þarf að borga tvöfalt fargjald strætó.

Að panta akstur

Teitur Jónasson ehf. sinnir sérhæfðri aksturþjónustu og hægt verður að panta og afpanta stakar og fastar ferðir í síma 515 2720 og á netfanginu ferd@teitur.is

515 2720. Pöntunin þarf að berast með allavega tveggja tíma fyrirvara. Ef það er minna en sólarhringur þar til ferðin er er best að hringja.

Opnunartími þjónustuvers er frá kl. 08:00 til 16:00 á virkum dögum.

Aukafarþegar

Ef að farþegi getur ekki ferðast einsamall er hægt að ferðast með aðstoðarmanneskju sem þarf ekki að greiða fyrir.

Það má taka með sér einn annan farþega sem er greitt sama gjald fyrir.

Akstursþjónusta Hver ferð
Akstursþjónusta fatlaðs fólks Hálft strætógjald
Aksturþjónusta eldra fólks Hver ferð
Einstaklingar
Tekjur undir 382.239 kr. á mánuði Strætógjald
Tekjur hærri en 382.240 kr. á mánuði Tvöfalt strætógjald
Hjón
Tekjur undir 621.141 kr. á mánuði Strætógjald
Tekjur hærri en 621.142 kr. á mánuði Tvöfalt strætógjald