🇮🇸 17. júní í Hafnarfirði – Heildardagskrá! 🎉

Hjarta Hafnarfjarðar tekur kipp á þjóðhátíðardaginn.  Af hverju? Jú, þetta er dagurinn okkar allra. Vertu með BMX brós, Unu Torfa, Emmsjé Gauta og öllum Hafnfirðingum þar sem hjartað slær – í miðbæ Hafnarfjarðar. Fjölskyldan skemmtir sér saman í Hafnarfirði. Líf, fjör, list, tónlist og alls kyns uppákomur frá morgni til kvölds á þessum hátíðisdegi.

🎈 Byrjaðu daginn í sjósundi og gufu, kíktu svo á víkingana á Víkingahátíðinni, prófaðu hjólabretti eða jafnvel badminton. Gakktu síðan í skrúðgöngu niður á Thorsplan þar sem hátíðin nær hámarki. Þar bíða skemmtiatriði, tónleikar, dans, diskó og dýrindis veitingar af ýmsum gerðum.

  • Börnin geta notið sín í krakka-karaókí í Hellisgerði, fengið andlitsmálun á Hörðuvöllum og svo verða hoppukastalar víða um bæinn. Listunnendur geta skoðað nýjar sýningar bæði í Hafnarborg og á Byggðasafninu.

Dagskrá frá morgni til kvölds

🎶 Dagskráin endar á tónlistarveislu á Thorsplani þar sem bæði upprennandi stjörnur og landsþekkt tónlistarfólk stíga á svið!

  • 18:55–19:45 🎶 Ungir listamenn hita upp:
    • 🎸 18:55 – Splitting Tongues
    • 🎤 19:15 – j. bear and the cubs
    • 🌌 19:35 – Berdreymir
  • 19:45 🎶 Tónafljóð – Íslenskar perlur

  • 20:00 🔥 VÆB

  • 20:20 🎙️ Una Torfa

  • 20:40 🎤 Júlí og Dísa

  • 21:00 🎧 Emmsjé Gauti

🍔 Matarvagnar verða víðsvegar um svæðið. Stemningin verður sannkölluð 17. júní hátíð eins og hún gerist best í Hafnarfirði.

✨ Við hvetjum bæjarbúa og gesti til að leggja bílum nálægt miðbænum og ganga inn á svæðið, njóta dagsins saman – og skilja hundana eftir heima 🐾.

Verið öll hjartanlega velkomin – við sjáumst í Hafnarfirði 17. júní! 

👉 Sjá nánar um alla viðburði dagsins

🚧🚗❌ Samgöngur og umferðalokanir

Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan á hátíðarhöldum stendur:

  • Strandgata við Lækjargötu
  • Linnetsstígur við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23
  • Austurgata frá Linnetsstíg
  • Mjósund við Austurgötu
  • Tjarnabraut frá Arnarhrauni að Lækjarskóla
  • Bílastæði fatlaðra við Linnetsstíg 1

 

Þjóðhátíðarnefnd

Kristjana Ósk Jónsdóttir
Einar Gauti Jóhannsson
Sigurður Pétur Sigmundsson

Framkvæmdanefnd

Tinna Dahl Christiansen
Geir Bjarnason

Stella Björg Kristinsdóttir
Koldís María Eymundsdóttir
Þórunn Þórarinsdóttir

Auður Björk Kvaran
Bryndís Steina Friðgeirsdóttir

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast.

Ábendingagátt