Soffía Bæringsdóttir frá Hönd í Hönd, para- og fjölskylduráðgjöf, heldur erindi um parasambönd og tengingu foreldra eftir barnsburð.

Það breytist ýmislegt þegar að lítið kríli kemur í heiminn. Tilfinnginar, skyldur, lífið allt er öðruvísi. Í þessu erindi mun Soffía ræða það sem gott er að hafa í huga og hvernig pör geta hjálpast að, og hjálpað maka sínum, áfram eftir innkomu nýs meðlims í fjölskylduna.

Kríli eru að sjálfsögðu velkomin með, heitt á könnunni og kósíheit á bókasafninu.
Ábendingagátt