Vetrarfrí HFJ
Það verður nóg að gera í vetrarfríinu! Öskudagurnn er náttúrulega besta opnunin, en við tökum við söngfuglum frá kl 11 – bannað að syngja kaffilagið!
Daginn eftir verður auka-VR klukkan 15:00, og stigataflan er komin upp og fullt af nýjum leikjum! Mættu með vinina og rústið þessu!
Á föstudaginn verður svo Minecraft námskeið kl 13:00 – takmörkuð pláss og því hvetjum við fólk til að skrá sig á bokasafn@hafnarfjordur.is!
Á laugardag verður föndursmiðja frá 13:00-15:00 og bíó í fjölnotasalnum klukkan 13:00 – og svo verður líka hægt að koma og leika sér í nýja dótinu okkar í tónlistardeild!
Skemmtum okkur saman í vetrarfríi!
Ábendingagátt