Miðbær – kynningarfundur um skipulagsbreytingar Posted ágúst 20, 2021 by avista Kynningarfundur um tillögur að deiliskipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar Miðvikudaginn 25.8.2021 kl. 17:30 í Bæjarbíó. Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebook-síðu Hafnarfjarðarbæjar. Kynning á tillögum að deiliskipulagsbreytingum Boðað er til kynningarfundar þar sem teknar verða fyrir tillögur að skipulagsbreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar. Annars vegar er hér um að ræða kynningu á tillögu að breytingu […]
Nýr skólastjóri við Stekkjarás Posted ágúst 19, 2021 by avista Katrín Lilja Hraunfjörð tók við skólastjórastarfi við leikskólann Stekkjarás í maí síðastliðnum. Katrín Lilja hefur víðtæka reynslu af leikskólastarfi og stjórnun leikskóla og hefur starfað sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri síðastliðin ár hjá Skólum ehf. Katrín Lilja hefur B.ed. gráðu frá Háskóla Akureyrar og stundar meistaranám í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Við bjóðum Katrínu […]
Nýr skólastjóri við Áslandsskóla Posted ágúst 19, 2021 by avista Unnur Elfa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Áslandsskóla frá 1. ágúst. Unnur Elfa hefur starfað við kennslu og stjórnun í grunnskólum Hafnarfjarðar til margra ára, þar af hefur hún starfað lengst í Áslandsskóla. Unnur Elfa er framsýn í þróun skólamála með öfluga þekkingu á skólastarfi og skólamálum almennt. Unnur Elfa er með B.A. gráðu […]
Úti-Hamarinn kynnir útivist og göngur fyrir ungu fólki Posted ágúst 18, 2021 by avista Úti-Hamarinn er verkefni á vegum Hamarsins ungmennahúss sem snýst um að kynna útivist og göngur fyrir ungu fólki. Verkefnið stendur yfir í átta vikur þar sem farið er einu sinni í viku, alla fimmtudaga klukkan fimm, í léttar göngur. Síðustu vikuna er farið í stærri göngu með gistingu yfir eina nótt. Úti-Hamarinn, sem keyrt var […]
Verkefnið „Göngum í skólann“ hefst 8. september Posted ágúst 18, 2021 by avista Verkefnið Göngum í skólann ( www.iwalktoschool.org ) hefst í miðvikudaginn 8. september í fimmtánda sinn og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 6. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í […]
„Heima er þar sem hjartað slær“ Posted ágúst 18, 2021 by avista Verkefnið er unnið í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og snýr að upplifunum kvenna á hugmyndinni um heimili, þvert á þjóðerni. Allar eiga þær konur sem taka þátt sameiginlegt að hafa verið á faraldsfæti og haldið heimili í fleiri en einu landi og snýr sýningin að hugmyndinni um tíma, rúm og hvað það er að vera heima. […]
Bólusetning 12-15 ára barna Posted ágúst 16, 2021 by avista Nú í ágúst verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetninguna eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð. Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning síðar í haust. […]
Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021 Posted ágúst 16, 2021 by avista Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 878/2021 um takmörkun á samkomum gildir til og með 27. ágúst nk. og tekur nú einnig til skólastarfs. Með hliðsjón af henni veitir mennta- og menningarmálaráðuneyti nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstafana á mismunandi skólastigum. Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins Markmið sóttvarnaráðstafana í skólum eru sem fyrr að stuðla […]
Nú mega útilegutækin hverfa af bílastæðum skólanna Posted ágúst 16, 2021 by avista Í sumar, líkt og síðustu tvö sumur, var opið á þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum sem í virkni hafa verið nú í sumar á bílastæðum við m.a. grunnskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla. Nú líður að því að allt skólastarf fari á fullt og starfsfólk skólanna þegar farið að mæta til starfa. Eftirlegutæki eru farin að […]
Grænar greinar frá Orkusölunni Posted ágúst 10, 2021 by avista Orkusalan kom færandi hendi í dag og afhenti Hafnarfjarðarbæ grænar greinar Orkusölunnar en verkefnið er fyrst og fremst hugsað til vitundarvakningar og skemmtunar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók við grænum greinum Orkusölunnar frá orkuráðgjafa fyrirtækisins sem eru á ferðinni um landið og afhenda öllum sveitarfélögum landsins greinar til gróðursetningar. Um að ræða sitkaelri sem garðyrkjustjóri mun […]