Bæjarstjórnarfundur 15. mars Posted mars 13, 2017 by avista Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 15. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu. Hér má sjá dagskrá fundar Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu Útsending hefst stundvíslega kl. 14:00. Meðal efnis á fundi eru reglur um eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga, lóðarumsóknir og […]
Útboð á byggingarrétti – forval Posted mars 10, 2017 by avista Hafnarfjarðarbær óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á byggingarrétti á lóðinni Lækjargata 2 – Dvergur – í Hafnarfirði. Verkefni þess aðila sem samið verður við, er að hann á sinn kostnað vinni nýtt deiliskipulag sbr. skipulagsforsögn Hafnarfjarðarbæjar, hanni og byggi þar nýjar byggingar með öllum frágangi að utan sem innan og fullbúinni lóð. […]
Í bæjarfréttum er þetta helst… Posted mars 10, 2017 by avista Orð frá bæjarstjóra eftir mánaðarmót Ég hef ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðamót til að segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vil ég upplýsa […]
Útboð – Kirkjugarður Hafnarfjarðar Posted mars 9, 2017 by avista Kirkjugarður Hafnarfjarðar, stækkun til norðurs Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gerð bílastæða, stígagerð, skjólgirðingu, fráveitulagnir, raflýsingu og yfirborðsfrágang, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Kirkjugarð Hafnarfjarðar stækkun til norðurs, 3. áfangi. Útboðsgögn verða seld á minnislykli í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar, Norðurhellu 2, frá og með þriðjudeginum 14. mars 2017 kl. 13. Verð kr. 5.000.- Tilboðum skal skilað á […]
Viðurkenningar fyrir vandaðan upplestur og framsögn Posted mars 8, 2017 by avista Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hafnarfirði fór fram í Hafnarborg í gær þar sem fulltrúar úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar stigu á svið með vandaðan upplestur og framsögn. Hópurinn í heild hlaut viðurkenningu fyrir frammistöðu sína auk þess sem þeir þrír hlutskörpustu voru verðlaunaðir sérstaklega. Stóra upplestrarkeppnin er orðinn mikilvægur hluti af skóla- og foreldrasamfélagi um […]
Ljósleiðaravæðing um allan bæ Posted mars 7, 2017 by avista Mikið hefur verið um framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu Mílu og Gagnaveitunnar í Hafnarfirði síðustu daga og vikur. Fyrirtækin hafa fengið leyfi til framkvæmda víðsvegar um bæinn og eiga framkvæmdir að vera auglýstar sérstaklega af fyrirtækjunum í hverfunum sem um ræðir. Gatnalokanir eru tilkynntar sérstaklega ef einhverjar verðar. Verksvæði þessara verkefna er stórt og framkvæmdatími yfirleitt langur. […]
Bjartir dagar – þín þátttaka? Posted mars 7, 2017 by avista Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin dagana 19.-23. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er þátttökuhátíð og byggir á því að stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar taki þátt í að skapa viðburði sem tengjast hátíðinni eða taki þátt í þeim dagskrárliðum sem aðrir skipuleggja. Ertu með hugmynd að dagskráratriði? Óskað er […]
Bæjarstjórn ályktar gegn breytingu á lögum Posted mars 2, 2017 by avista Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær var frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi tekið fyrir og meðfylgjandi ályktun lögð fram: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á lögum um verslun með áfengi. Landlæknir, heilbrigðisstarfsfólk, samtök lækna og fjölmargir aðilar sem vinna […]
Skipulagsbreyting – Fornubúðir 5 Posted febrúar 28, 2017 by avista Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 01. febrúar 2017 að auglýsa deiliskipulagsbreytingu á „Deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði“ vegna lóðarinnar við Fornubúðir 5, í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin heimilar að reist verði skrifstofu- og þjónustuhús. Breytingar ná til lóðarinnar nr. 5 við Fornubúðir og fela m.a. í sér breytta hámarkshæð […]
Til hamingju Víðivellir! Posted febrúar 28, 2017 by avista Leikskólinn Víðivellir fagnar 40 ára afmæli skólans í dag þann 28. febrúar. Haldið var upp á afmælið með margvíslegum hætti. Gestum var boðið í í afmælissöngstund á sal með elstu börnunum og eftir hádegið fóru börnin í skrúðgöngu um hverfið og sungu hástöfum afmælislagið og söngvana um Víðivelli og Hafnarfjörð. Leikskólinn Víðivellir var formlega tekinn […]