Category: Fréttir

Ríkissjóður ábyrgist rekstur

Ríkissjóður ábyrgist rekstur hjúkrunarheimilis Viðræður hafa staðið yfir síðustu mánuði milli Hafnarfjarðarbæjar og velferðarráðuneytis eftir að sveitarfélagið fór þess á leit við ráðuneytið að samningur frá 2010 um uppbyggingu og rekstur á 60 rýma hjúkrunarheimili í Hafnarfirði skv. svokallaðri leiguleið yrði endurskoðaður. Samkomulag hefur nú náðst um breytingar á ákvæðum í eldri samningi hvað varðar […]

Bæjarstjórnarfundur 12. okt

  Bilun er í streymi á beinni útsendingu frá bæjarstjórnarfundi og liggur útsending niðri í augnablikinu. Verið er að vinna að lagfæringu og vonir standa til þess að útsending komist í lag innan tíðar.  Fundurinn er tekinn upp og verður settur á netið um leið og honum lýkur.   ______________________________ Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 12. […]

Frístundaheimili Hauka

Haukar reka áfram frístundaheimili. Hafnarfjarðarbær og Knattspyrnufélagið Haukar hafa gert samning um að Haukar með stuðningi Hafnarfjarðarbæjar reki áfram frístundaheimili fyrir börn á aldrinum 6 til 9 ára. Frístundaheimilið er rekið á Ásvöllum og eru í dag 55 börn skráð í frístund og fjölgar þeim í 60 á næstu dögum. Hér er um að ræða […]

Skipulagslýsing – vatnsvernd

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.  Á fundi Bæjarráðs Hafnarfjarðar þann 11. ágúst 2016 var bókað: Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 fyrir breytingu á mörkum vatnsverndar í landi Hafnarfjarðar, og hún auglýst í samræmi við 31.gr. laga 123/2010.  Samþykkt með 5 […]

Skuggakosningar í Flensborg

  Skuggakosningar verða haldnar í Flensborgarskóla fimmtudaginn 13. október.  Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þátttöku í lýðræði og munu ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna fá tækifæri til að halda kynningar í hádegishléum og taka þátt í pallborðsumræðum í aðdraganda kosninganna. Skuggakosningar í Hafnarfirði var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands í […]

Heimanámsaðstoð

Heimanámsaðstoð fyrir nemendur með erlendan bakgrunn Heimanámsaðstoð er nú í boði fyrir nemendur með erlendan bakgrunn í 8.-10 bekk í Hafnarfirði. Verkefnið er ætlað þeim nemendum sem vantar aðstoð við heimanám og hafa áhuga að hittast einu sinni í viku og fá aðstoð frá sjálfboðaliðum. Heimanámsaðstoðin er í boði alla miðvikudaga frá kl. 16:30 – […]

Byggðasafn í bleiku ljósi

Hinn formlegi bleiki mánuður er genginn í garð þar sem bleiki liturinn tekur öll völd. Við hjá Hafnarfjarðarbæ böðum okkur með bleikum ljósum við elsta hús Hafnarfjarðar, sjálft Sívertsen-húsið og Lækinn í október og viljum með því sýna stuðning við baráttuna gegn krabbameini hjá konum. Hinn eiginlegi bleiki dagur er föstudagurinn 14.október og munu allir […]

Jólahús – opið fyrir umsóknir

Já, jólin nálgast óðfluga. Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorp Hafnarfjarðar 2016. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör á á sölubásnum. Í Jólaþorpinu eru 20 söluhús, skreytt einingahús sem […]

Alþjóðadagur kennara

Alþjóðadagur kennara er haldinn hátíðlegur um heim allan 5. október og hefur svo verið gert síðan 1996. Markmið alþjóðadagsins er að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kennarar inna af hendi á degi hverjum. Til hamingju með daginn kæru kennarar! Metum kennara að verðleikum – styrkjum stöðu þeirra Stofnað var til Alþjóðadags kennara að frumkvæði UNESCO […]

Miklar framfarir í lestri

Miklar framfarir í lestri meðal hafnfirskra grunnskólanemenda Niðurstöður mælinga á lestrargetu nemenda í 5.-10. bekkjum í grunnskólum Hafnarfjarðar skólaárið 2015-2016 sýna að fjöldi getumikilla nemenda í lestri tvöfaldast og fjöldi nemenda sem þarf að efla lestrargetu sína minnkar verulega eða um 50%. Þetta eru niðurstöður sem sýna sig í mælingum á lestrargetu um 2.200 nemenda […]