Category: Fréttir

Vegglistaverk eftir Juan afhjúpað í Hafnarfirði

Menningarneysla getur haft góð líkamleg og andleg áhrif  Vegglistaverk eftir listamanninn Juan prýðir nú gaflinn á Strandgötu 4 og er verkið klippimynd með völdum útilistaverkum bæjarins. Hér er því ekki bara um að ræða nýtt tímabundið vegglistaverk í almannarými, sem hefur jákvæð áhrif á umhverfið og fegrar það, heldur vekur það einnig athygli á öðrum […]

Orkuskipti í Hafnarfjarðarhöfn

Afkastamiklar landtengingar teknar í notkun hjá Hafnarfjarðarhöfn Hafnarfjarðarhöfn er fyrsta höfnin á Íslandi til að bjóða viðskipavinum sínum að tengjast öflugum rafmagnslandtengingum þar sem skip geta fengið afl allt að 1,2 MW. Skip geta með þessum nýju landtengingum fengið rafmagn sem er í samræmi við rafmagnskerfi skipsins, þ.e.a.s. 400, 440 eða 690 Volt á 50 eða […]

Fyrri úthlutun íþróttastyrkja 2022 og jafnréttisviðurkenning

Fyrri úthlutun íþróttastyrkja 2022 frá Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæ  Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram í dag 9. júní 2022 með athöfn í Álverinu í Straumsvík. 20 milljónir á ári til stuðnings íþróttum barna og ungmenna í Hafnarfirði   Samningur er í gildi fyrir árin 2022-2024 á milli […]

Bílastæði grunnskóla opin fyrir útilegutæki frá 14. júní

Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær boðið íbúum sem eiga útilegutæki að leggja búnaði sínum við grunnskóla sveitarfélagsins meðan þeir eru lokaðir. Hér er átt við búnað eins og tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, húsbíla og annað tengt sumri og ferðalögum og er í virkri notkun yfir sumartímann. Oft á tíðum er erfitt að koma þessum búnaði fyrir innan […]

Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju kjörtímabili

Nýtt kjörtímabil 2022-2026 er hafið Fyrsti fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á nýju kjörtímabili var haldinn í dag miðvikudaginn 8. júní í Hafnarborg. Lagður var fram málefnasamningur meirihluta bæjarstjórnar og kosið í ráð og nefndir sveitarfélagsins. Valdimar Víðisson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Rósa Guðbjartsdóttir verður áfram bæjarstjóri Hafnarfjarðar til 1. janúar 2025 […]

Áhugaverð ljósmyndasýning af veröld sem var

Á Strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er varpa ljósi á dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði.  Ljósmyndasýningin á Strandstígnum er opin allan sólarhringinn.  Áhugaverð ljósmyndasýning af veröld sem var  „Bærinn minn“ er heiti á nýrri ljósmyndasýningu sem Byggðasafnið hefur sett […]

Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2022 er Ásta

Nýsköpunarkennari grunnskólanna vill efla sjálfstæði nemenda Ásta Sigríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari í hönnun og smíði í Víðistaðaskóla, var valin Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2022 í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, NKG. Ásta hlaut sem viðurkenningu 150.000 krónur í boði Samtaka iðnaðarins ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjali. Markmið með kennslutilhögun Ástu er að efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun, hugmyndaauðgi, framtakssemi, og að […]

Verkherinn, hvað er það?

Fylgstu með lífinu í verkhernum í sumar – @verkherinn á Instagram  Verkherinn er atvinnuúrræði fyrir ungmenni með fatlanir á aldrinum 16- 20 ára og er staðsettur í Húsinu, Suðurgötu 14. Eitt af fjölmörgum verkefnum Verkhersins í sumar er að kynna heilsubæinn Hafnarfjörð og sýna hann frá sjónarhorni ungmenna í Hafnarfirði. Sérstakur fjölmiðlahópur innan Verkhersins mun […]

Lýsandi úlpa er nýsköpun nemenda í Víðistaðaskóla

Hönnunarbikarinn 2022 til nemenda í Víðistaðaskóla Hönnunarbikarinn NKG 2022 fengu þær Anna Heiða Óskarsdóttir, Helga Sóley Friðþjófsdóttir og Sveindís Rósa Almarsdóttir í 7. bekk Víðistaðaskóla með hugmynd sína Lýsandi úlpa. Kennari þeirra er Ásta Sigríður Ólafsdóttir sem í ár hlaut viðurkenninguna Nýsköpunarkennari grunnskólanna 2022.  Mennta- og barnamálaráðherra afhenti á dögunum verðlaun fyrir nýsköpun í Nýsköpunarkeppni […]

Til hamingju með 114 ára afmælið!

Hafnarfjörður fagnar í dag, miðvikudaginn 1. júní 2022, 114 ára afmæli en sveitarfélagið fékk kaupstaðaréttindi þann 1. júní 1908. Ári seinna, þann 1. júní 1909, bjuggu 1469 manns í bænum og voru 109 börn skráð í barnaskóla bæjarins. Í dag búa 30.028 íbúar í Hafnarfirði og eru nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins rúmlega 6000.  […]