Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2022 Posted janúar 3, 2022 by avista Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 20. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2022. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Friðrik Dór Jónsson var bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2021. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað […]
Jólatré ekki sótt heim eftir jólahátíðina Posted janúar 3, 2022 by avista Tilkynning vegna jólatrjáa Af gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær vekja athygli á því að bærinn hirðir ekki jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina. Ákvörðun þess efnis var tekin þann 21. september 2016 og hafa jólatré ekki verið sótt heim síðan þá. Bent er á að íþróttafélög og félagasamtök eru í dag farin að bjóða upp á þá […]
Skipulagsdagur í tónlistarskóla og leik- og grunnskólum 3. janúar Posted desember 30, 2021 by avista Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. […]
Hefð að ganga á Helgafell á fyrsta degi nýs árs Posted desember 30, 2021 by avista Tugir þúsunda ganga á eða umhverfis Helgafell árlega og er fjallið verulega vinsælt hjá göngu-, hlaupa- og einnig fjallahjólafólki. Rúnar Pálsson fer nær daglega á Helgafell og hefur í næstum aldarfjórðung séð um gestabókina á toppnum þar. Það er orðin hefð hjá þeim hjónum, börnum þeirra og barnabörnum að ganga saman á Helgafellið á nýársdag […]
Náttúran í Hafnarfirði býður til veislu allan ársins hring Posted desember 30, 2021 by avista Ró í óróa með Saga Story House Í annríki dagsins er öllum mikilvægt að kunna leiðir út úr þeim óróa sem álag og streita geta valdið. Í landi Hafnarfjarðar er fjöldi útivistarsvæða þar sem náttúran býður til veislu allan ársins hring. Guðbjörg og Ingibjörg hjá fyrirtækinu Saga – Story House hafa farið í yfir 360 leiddar […]
Vinnurými með besta útsýni bæjarins Posted desember 29, 2021 by avista Betri Stofan opnaði í jólamánuðinum á sjöundu og efstu hæð í norðurturni verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar. Um er að ræða stað með óhefðbundinni, notalegri aðstöðu fyrir fólk sem vill geta unnið, nýtt fundarherbergi og átt þess kost eftir vinnudag að njóta samveru að kvöldi á sama stað með vinum og/eða vinnufélögum. Sveigjanlegur vinnustaður og vinna í […]
Guðrún Brá og Róbert Ísak eru íþróttafólk Hafnarfjarðar 2021 Posted desember 28, 2021 by avista Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram rafrænt á miðlum Hafnarfjarðarbæjar í dag. Afrekslið Hafnarfjarðar 2021 er meistaraflokkur kvenna í körfuknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum. Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur frá Golfklúbbnum Keili er íþróttakona Hafnarfjarðar og Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði er íþróttakarl Hafnarfjarðar. 300 hafnfirskir einstaklingar hafa unnið titla á árinu […]
Þjálfun núvitundar bætir svo margt – fjórar leiðir til að efla tengslin Posted desember 28, 2021 by avista Í hraða samfélagsins er mikilvægt að staldra við og gefa sér andrými til að þjálfa hugann og stuðla að auknu jafnvægi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hjá Núvitundarsetrinu hefur leitt núvitundarþjálfun með starfsfólki í nokkrum leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar sem hefur skilað sér beint inn í skólastarfið með góðum árangri. Hún deilir hér æfingum sem auðvelt er […]
Áramótabrennum á höfuðborgarsvæðinu aflýst Posted desember 27, 2021 by avista Á fundi framkvæmdaráðs almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins rétt fyrir jól var tekin ákvörðun um að fella niður áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu um komandi áramót. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að núverandi fjöldatakmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða miðast við 50 manns og mikið um smit í samfélaginu. Áramótabrennur draga að sér fjölda fólks og vilja sveitarfélögin sýna ábyrgð í verki […]
Íþróttafólk Hafnarfjarðar 2021 – þessi eru tilnefnd í ár Posted desember 27, 2021 by avista Rafræn viðurkenningahátíð 28. desember kl. 18 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara,Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2021. Íþrótta- og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar 2021 fer fram í beinu streymi á miðlum Hafnarfjarðarbæjar 28. […]