Category: Fréttir

Miðlægt námskeið í Krakkabergi frá 5.júlí – 23.júlí

Námskeið hefjast aftur í öllum frístundaheimilunum 4. ágúst   Boðið er uppá miðlægt námskeið í frístundaheimilinu Krakkabergi í Setbergsskóla frá 5. júlí til og með 23. júlí. Sumarfrístund hefst svo aftur í öllum skólum strax eftir verslunarmannahelgi eða frá 4. ágúst til og með 23. ágúst. Dagana 4. – 23. ágúst verður einnig boðið upp á […]

Nýtt búsetuúrræði fyrir fólk með fjölþættan vanda

Unnið út frá forsendum einstaklinganna sjálfra  Fyrsta skóflustunga hefur verið tekin að nýju búsetuúrræði fyrir sjö einstaklinga með fjölþættan vanda. Búsetukjarninn verður staðsettur að Hólalandi á Kjalarnesi. Skapað verður umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að vinna með einstaklinginn út frá eigin forsendum og einblínt á kosti, möguleika, áhugamál og framtíð.  Nýtt úrræði er […]

Hressandi sumarhátíð frístundaheimilanna

Það ríkti mikil gleði á sumarhátíð frístundaheimilanna í Hafnarfirði sem haldin var á Víðistaðatúni síðastliðinn fimmtudag. Um 400 börn á aldrinum 7-9 ára voru þar samankomin ásamt leiðbeinendum sínum og starfsfólki Vinnuskóla Hafnarfjarðar til að skemmta sér við hopp, leiki og siglingar. Krakkarnir léku sér á bátum á tjörninni, fóru í ýmsa leiki og gæddu […]

Hjallabraut 49 – til sölu einstök lóð á einstökum stað

Uppbygging í grónu hverfi á jaðri útivistarsvæðis við Víðistaðatún Einstök lóð undir nýja byggð sérbýlishúsa í norðurbæ Hafnarfjarðar er komin í auglýsingu. Staðsetningin er eintök, við norðvestur jaðar Víðistaðatúns sem er vinsælt og fjölskylduvænt svæði með fjölbreyttum möguleikum til útivistar. Á lóðinni er heimilt að byggja þrjú einbýlishús á einni hæð og tvö tveggja hæða […]

Fimleikafélagið Björk fagnar 70 ára afmæli

Ævintýrið hófst með fimleikaæfingum  tuttugu stúlkna hóps  Fimleikafélagið Björk fagnaði í gær sjötíu ára starfsafmæli. Félagið var stofnað 1. júlí 1951 í Hafnarfirði með það að markmiði að stuðla að og efla sem mest fimleikaiðkun meðal allra aldurshópa. Það var haustið 1949 sem tuttugu stúlkna hópur á aldrinum 15 til 17 ára kom saman og […]

Óskastund við Hvaleyrarvatn

Regnbogadans í upplandi Hafnarfjarðar Vatnsverkið Óskastund hefur verið sett upp við Hvaleyrarvatn. Verkið er einfalt og á sama tíma stílhreint og til þess fallið að skapa einstaka sýn, gleði og upplifun fyrir þá sem sækja útivistarperluna Hvaleyrarvatn og nágrenni heim. Verkið stendur á Sandvíkinni, er tengt götulögn og mun, þar til frysta tekur í haust, […]

Tveir nýir búsetukjarnar á tveimur árum

Fjölgun búsetukjarna er liður í áætlunum bæjarins um fleiri heimili fyrir fatlað fólk Tveir nýir sex sérbýla búsetukjarnar í Hafnarfirði hafa risið og komist í fulla virkni á rétt um tveimur árum, annarsvegar að Arnarhrauni 50 og hins vegar að Öldugötu 45. Fyrstu íbúarnir á Arnarhrauni fluttu inn á sólríkum sumardegi sumarið 2020 og allir […]

Fréttir með Finnboga – skapandi sumarstörf

Finnbogi Örn fréttaáhugamaður og Melkorka Assa, námsmaður við Háskóla Íslands, halda nú í sumar úti Instagram síðunni  Fréttir með Finnboga. Síðu sem flytur lifandi, fjölbreyttar og skemmtilegar fréttir frá Hafnarfirði.  Finnbogi og Melkorka, sem kynntust fyrst í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði, hófu þetta frábæra verkefni á vegum skapandi sumarstarfa hjá Hafnarfjarðarbæ í byrjun sumars og hefur það þegar […]

Aflétting allra takmarkana frá og með 26. júní

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með 26. júní næstkomandi falli úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands. Í þessu felst m.a. fullt afnám grímuskyldu, nándarreglu og fjöldatakmarkana. Ákvörðun um afléttingu allra samkomutakmarkana er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þann 1. júlí taka gildi breyttar reglur varðandi sýnatökur á landamærum. Sjá tilkynningu á […]

Dorgað í sumarblíðu á Flensborgarhöfn

Hátt í 500 börn og ungmenni á aldrinum 6-12 ára tóku þátt í dorgveiðikeppni á Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær hefur staðið fyrir þessari keppni í áratugi og hefur áhuginn og þátttakan vaxið með hverju árinu. Nú er svo komið að keppnin er orðin ein fjölmennasta dorgveiðikeppni landsins og hundruðir barna bíða spennt eftir því ár […]