Category: Fréttir

Sumardagurinn fyrsti

Fimmtudagur  23. apríl – 8-17 Ókeypis í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug.  Opið frá kl. 8-17.   11 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni. Keppt er í 7 aldursflokkum. 11-17 Opið í Byggðasafninu. Ókeypis aðgangur. 12-21 Opið í Hafnarborg. Ókeypis aðgangur. 12-17. Íshús Hafnarfjarðar, Strandgata 90. Við kynnum til sögunnar Pop-up verzlun Íshúss Hafnarfjarðar. Verið hjartanlega velkomin. 13 […]

Til skoðunar að breyta innritunarreglum í leikskóla

Á fundi fræðsluráðs í morgun var rætt um stöðu innritunar í leikskóla bæjarins. Í ljósi umræðu og fyrirspurna um innritunarreglur og inntökualdur barna á leikskóla bæjarins að undanförnu vill Hafnarfjarðarbær koma eftirfarandi á framfæri: Samkvæmt innritunarreglum bæjarins fá öll börn inni á leikskóla á árinu sem þau verða tveggja ára. Yngri börn komast einnig inn […]

Glæsilegar hátíðir 4. bekkja

Aprílmánuður er sá tími sem vorið heilsar okkur og er óhætt segja að vorboðinn hjá yngri nemendum í grunnskólunum birtist í lokahátíðum Litlu upplestrarkeppninnar.  Á hverjum morgni fyllast stofur og salir grunnskólanna af áhugasömum foreldrum og öðrum góðum gestum sem eru mættir til að hlusta á nemendur í fjórða bekk flytja texta og ljóð og […]

Enn er unglingum selt tóbak

Í mars- og apríl stóð forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar fyrir könnun á því hvort unglingar gætu keypt sígarettur eða neftóbak á sölustöðum tóbaks í Hafnarfirði. Tveir unglingar úr 10. bekk fóru á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og reyndu að kaupa neftóbak og svo nokkru seinna var reynt að kaupa sígarettur. Tveir sölustaðir seldu unglingunum sígarettur af […]

Bæjarstjórn ályktar um Iðnskólann

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag ar eftirfarandi ályktun samþykkt: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir áhyggjum af framtíð Iðnskólans í Hafnarfirði í ljósi þeirra viðræðna sem nú eru farnar af stað um hugsanlega sameiningu við Tækniskólann. Iðnskólinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í skólasamfélaginu í Hafnarfirði og þjónar ekki einungis þeim fjölda hafnfirskra ungmenna sem þar […]

Ársreikningur 2014

Rekstrarniðurstaða ársins fyrir óvenjulega liði var jákvæð um 409 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi að fjárhæð 619 milljónir. Þetta frávik má rekja til hækkunar á  lífeyrisskuldbindingu sveitarfélagsins, um 928 milljónir króna, sem er 515 milljónir umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 76 milljónir króna en meðal óvenjulegra liða er gjaldfærsla vegna […]

Málþing – Að stika sér spönn á kvennaslóðum

Laugardaginn 18. apríl kl. 14 verður efnt til málþings í tengslum við sýninguna MENN sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) skipuleggur málþingið en þar koma fræðimenn og samfélagsrýnar saman og ræða efni frá sjónarhóli karla- og jafnréttisfræða. Þátttakendur eru allir þekktir fyrir rannsóknir eða skrif um jafnréttismál en það eru […]

Tilnefninga óskað

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar óskar eftir tilnefningum til viðurkenningar fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2015 en árlega er veittar 1-3 viðurkenningar. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs með því að veita einstaka skólaverkefnum í Hafnarfirði sem þykja athyglisverð sérstaka viðurkenningu. Leitað er að verkefnum sem hafa haft frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi þar sem samvinna […]

Góðar umræður á unglingaþingi

Ungmennaráð Hafnarfjarðar hélt árlegt unglingaþing í félagsmiðstöðinni Vitanum í Lækjarskóla mánudagskvöldið 13. apríl. Þar fá unglingar í Hafnarfirði tækifæri til þess að koma ábendingum á framfæri sem ungmennaráð vinnur áfram með og kemur til bæjaryfirvalda. Á þinginu sköpuðust góðar umræður og margvíslegar tillögur voru lagðar fram en í upphafi skrifaði unga fólkið hugmyndir á gula […]

Bæjarstjórnarfundur 15.apríl

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 15.apríl 14.00. Bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum hér á vefnum.