Deiliskipulagsbreyting Posted desember 28, 2015 by avista Stapahraun 11 og Stapahraun 12 Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember 2015 að auglýsa tillögu að breytingunni í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að lóðirnar, Stapahraun 11 og Stapahraun 12, eru sameinaðar í lóðina Stapahraun 11-12. Fyrirhuguð starfsemi á lóðinni er verslun, þjónusta, framleiðsla […]
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2015 Posted desember 28, 2015 by avista Íþróttakona og –karl Hafnarfjarðarbæjar árið 2015 verða krýnd á viðurkenningarhátíð sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu þriðjudaginn 29. desember. Hátíðin hefst stundvíslega kl. 18:00. Athugið að beint streymi er frá hátíðinni í kvöld á forsíðu heimasíðu bæjarins: www.hafnarfjordur.is Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd verða með afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa Bikarmeistara, Norðurlandameistara […]
Auka pokar fyrir almennt sorp Posted desember 25, 2015 by avista Stórhátíðum fylgir yfirleitt heldur meira sorp en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Í desember og fram í janúar (15. des – 15. jan) ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp. Þessa poka má setja við hlið sorptunna og verða þeir teknir við reglubundna sorphirðu í bænum á þessu tímabili. […]
Jólakveðja til þín frá okkur Posted desember 23, 2015 by avista Bæjarstjórn og starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar senda íbúum og fyrirtækjum í Hafnarfirði hugheilar jóla- og nýárskveðjur með innilegu þakklæti fyrir samtal og samstarf á árinu sem er að líða. Hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með ykkur á nýju ári. Saman gerum við Hafnarfjörð að besta bæjarfélaginu! Njótið hátíðanna!
Þorláksmessuganga og Jólaþorp Posted desember 23, 2015 by avista Í kvöld verður jólaganga í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Lagt verður af stað kl. 19.00 frá nýja Lækjarskóla og gengið að Thorsplani. Jólasveinar ættaðir úr Hellisgerði leiða gönguna. Á Thorsplani tekur jólakvartett á móti göngufólki með fallegum söng, boðið verður upp á skötu og jólin sungin inn að hætti Hafnfirðinga. Jólamarkaðurinn í Jólahúsunum er opinn […]
Opnunartími yfir hátíðarnar Posted desember 23, 2015 by avista Meðfylgjandi eru upplýsingar um opnunartíma Þjónustuvers og Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar, sundlauga, bókasafns og byggðasafns. Þjónustuver Þorláksmessa – frá kl. 8:00 – 16:00 Aðfangadagur – lokað Jóladagur – lokað Annar í jólum – lokað 28. – 30. desember – opið frá kl. 8:00 – 16:00 Gamlársdagur – lokað Frá og með 4. janúar er […]
Akstur á Hvaleyrarvatni ekki leyfður Posted desember 23, 2015 by avista Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar vill árétta að ísakstur á Hvaleyrarvatni er EKKI leyfður. Þann 22. janúar 2001 var Vélhjólaíþróttaklúbbnum gefið leyfi fyrir ísakstri á Hvaleyrarvatni með ýmsum takmörkunum. Þessi takmörk voru ekki virt og var því leyfið afturkallað með eftirfarandi bókun umhverfisnefndar þann 12. desember 2006. Mótorcross við Hvaleyrarvatn, hávaðamengun Mál nr. […]
Bóka- og bíóhátíð barnanna Posted desember 22, 2015 by avista Til stendur að hefja nýtt ár með menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla verður lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og mun hátíðin styðja við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins sem í gangi hefur verið síðustu misseri. Börn, bækur og […]
Fræði og fjölmenning – kall eftir ágripum Posted desember 22, 2015 by avista Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna Fræði og fjölmenning 2016. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. Fjallað verður m.a. um það hvernig íslenskt fræða- og fagsamfélag getur unnið nánar saman að aukinni þekkingu á málaflokknum og hvernig Háskóli Íslands getur lagt sitt af mörkum til almennrar samfélags- […]
Sandur hjá Þjónustumiðstöð Posted desember 21, 2015 by avista Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ þessa dagana. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til. Líkt og undanfarin ár stendur íbúum í Hafnarfirði til boða að sækja sér sand til Þjónustumiðstöðvar bæjarins sem staðsett er […]