Tómstundaleiðbeinandi – Aldan – Öldutúnsskóli

Sækja um starf

Umsóknarfrestur frá: 16.05.2023

Umsóknarfrestur til: 05.06.2023

Tengiliður: Valdimar Víðisson

Öldutúnsskóli auglýsir eftir Tómstundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðina Ölduna

Við í Öldutúnsskóla auglýsum eftir drífandi og kraftmiklum tómstundaleiðbeinanda til starfa. Ráðið er í stöðuna frá lok ágúst 2023.

Í Öldutúnsskóla er lögð áhersla á skapandi og gefandi námsumhverfi þar sem allir aðilar leitast við að gera námið í senn áhugavert og skemmtilegt. Við leggjum áherslu á góðan starfsanda og fjölbreytta kennsluhætti. Rík áherslu er lögð á teymisvinnu

Einkunnarorð skólans eru virðing, virkni og vellíðan og grundvallast starf skólans af þeim gildum. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT um jákvæða skólafærni og samkvæmt hugmyndafræði Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Skólinn leggur ríka áherslu á umhverfismál og hefur tekið á móti Grænfánanum fimm sinnum.

Í Öldutúnsskóla eru um 620 nemendur í 1. – 10. bekk.

Félagsmiðstöðin Aldan býr börnum og unglingum í 5. – 10. bekk vettvang fyrir fjölbreytt og skemmtilegt tómstundastarf í húsnæði skólans eftir að hefðbundnum skóla lýkur. Starfið er unnið á grunni unglingalýðræðis og í anda forvarna. Aldan er vettvangur fyrir opið félagsstarf, skipulagða dagskrá, hópastarf og ýmsa viðburði sem starfsfólk framkvæmir með unglingunum.

Starfið hentar vel fyrir skólafólk eða fyrir þá sem eru að leita sér að aukavinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Tekur þátt í að skipuleggja og móta fjölbreytta dagskrá í samvinnu við stjórnendur, samstarfsmenn og nemendur
  • Mikil samskipti og samvinna við börn og unglinga
  • Skapa jákvætt andrúmsloft sem byggir á virðingu og lýðræðislegum vinnubrögðum
  • Stuðningur við frumkvæði barna og unglinga, tryggir öryggi þeirra og vellíðan
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu tómstundaleiðbeinanda

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsþjálfun, námskeið og/eða nokkur starfsreynsla nægir til að öðlast þá þekkingu sem krafist er
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Stundvísi og skipulagshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi félagsmiðstöðva
  • Almenn tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta

Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur.

Nánari upplýsingar um starfið veita Valdimar Víðisson, skólastjóri, í síma 664-5898 eða í gegnum netfangið valdimar.vidisson@oldutunsskoli.is og/eða Kristján Hans Óskarsson, deildarstjóri, í síma 664-5712 eða í gegnum netfangið kristjan.oskarsson@oldutunsskoli.is

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2023.

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Önnur störf