Hundruð sérbýlislóða til úthlutunar í fallegri byggð Posted febrúar 22, 2022 by avista Enn eitt íbúðahverfið rís í Hafnarfirði Ásland 4 er nýjasta uppbyggingarsvæðið í Hafnarfirði og munu lóðir á þessu fallega svæði í suðurhlíðum Ásfjalls koma til úthlutunar á árinu 2022, þær fyrstu á vormánuðum. Auglýsing á deiliskipulagi nýs hverfis samhliða auglýsingu á breytingu á aðalskipulagi Áslands 4 og 5 var staðfest á fundi bæjarstjórnar 9. febrúar […]
Áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið Posted febrúar 21, 2022 by avista Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála og Páll Björgvin Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hafa undirritað samning um stofnun samstarfsvettvangs sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið. Samningurinn byggir á Framtíðarsýn og leiðarljósi íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 sem unnin var í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og hagaðila. Sjá tilkynningu á vef Samtaka sveitarfélaga á […]
Hugum að snjóflóðahættu í vetrarútivist Posted febrúar 21, 2022 by avista Talsverður snjór er á landinu um þessar mundir og margir nýta sér aðstæðurnar í ýmis konar vetrarútivist. Mikilvægt er að huga að því öllum stundum að þegar ferðast er í brattlendi að vetrarlagi þarf alltaf að gæta að mögulegri snjóflóðahættu. Sjá tilkynningu vef Veðurstofunnar Veðurstofan gefur út snjóflóðaspár fyrir 5 landsvæði sem gefa vísbendingu um […]
Óveður í aðsigi – fylgjumst vel með! Posted febrúar 21, 2022 by avista Förum varlega og verum ekki á ferðinni að nauðsynjalausu Aftur er óveður í aðsigi og því er mikilvægt að fólk fylgist vel með veðri, færð og tilkynningum frá almannavörnum. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs gildir síðdegis í dag frá kl. 16-19, en þá tekur við rauð viðvörun, sem gildir frá kl. 19-22.30. Fólk er hvatt til […]
Vetrarfrí í heilsubænum með Hugmyndabankanum Posted febrúar 18, 2022 by avista Ekki bara hafsjór af hugmyndum heldur heill banki Heilsubærinn Hafnarfjörður í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á skemmtilegum leik í nærumhverfinu í vetrarfríinu. Leik sem byggir á hugmyndaflugi og virkri þátttöku allra. Margrét Ýr Ingimarsdóttir, tveggja barna móðir og kennari í 2. bekk í Hvaleyrarskóla, er eigandi og hugsuðurinn […]
Vetrarfrí í Hafnarfirði Posted febrúar 18, 2022 by avista Vetrarfrí er í grunnskólum Hafnarfjarðar mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. febrúar og víðar um land. Af því tilefni er m.a. frítt í sund fyrir börn og fullorðna þessa daga í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og Sundhöll Hafnarfjarðar. Heilsubærinn Hafnarfjörður í samvinnu við Hugmyndabankann býður börnum og fjölskyldum þeirra að spreyta sig á skemmtilegum ratleik í nærumhverfinu í vetrarfríinu sem Margrét […]
Skráning í fjölþætta heilsueflingu 65 ára og eldri er hafin Posted febrúar 18, 2022 by avista Leið að farsælum efri árum – nýtt verkefni hefst 28. febrúar 2022 Fjölþætt heilsuefling er verkefni á vegum Hafnarfjarðarbæjar og Janusar heilsueflingar. Verkefnið er fyrir einstaklinga 65 ára eða eldri sem eru með lögheimili í Hafnarfirði. Verkefnið hefur verið í gangi síðan í febrúar 2019 og hefur gengið mjög vel með hressum og skemmtilegum þátttakendum […]
Mokstur í húsagötum stendur yfir Posted febrúar 18, 2022 by avista Þökkum þolinmæði og sýndan skilning Starfsfólk þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar og verktakar á vegum sveitarfélagsins halda ótrauð áfram að moka og ryðja götur og stíga bæjarins. Um leið og snjókoma hætti í vikunni og svigrúm gafst til annars en að halda stofnleiðum, Strætóleiðum og helstu bílaplönum opnum þá hófst hópurinn handa við mokstur í húsagötum. Mokstur og […]
Mokum frá sorpgeymslum – 2 daga töf á sorphirðu Posted febrúar 18, 2022 by avista Síðustu dagar hafa verið snjóþungir í Hafnarfirði með tilheyrandi áhrifum á færð og sorphirðu innan sveitarfélagsins. Sorphirða er u.þ.b. tveimur dögum á eftir áætlun þessa dagana. Íbúar eru hvattir til að moka frá sorpgeymslum sínum til að greiða leið sorphirðufólks að gráu og bláu tunnunum þannig að hægt sé að tryggja að þær séu tæmdar […]
Um 90% íbúa ánægð með bæinn sinn Posted febrúar 17, 2022 by avista Ánægja íbúa áfram há í sögulegu samhengi Ánægja íbúa Hafnarfjarðar er áfram nokkuð há í sögulegu samhengi samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup sem kynnt var í bæjarráði í morgun. 88% íbúa eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á og er Hafnarfjörður yfir meðaltali sveitarfélaga á þessum þætti. Hafnarfjörður hækkar um 3 sæti á […]