Skapandi sumarstörf 2021 halda áfram að gefa Posted janúar 10, 2022 by avista Stuttmyndin Kílómetrar frumsýnd á stuttmyndahátíð í New York Stuttmyndin „Kílómetrar“ sem er skrifuð, leikstýrð og leikin af Óla Gunnari Gunnarssyni og Vilbergi Andra komst inn á stuttmyndahátíðina „New York Indie Short Awards“ og var frumsýnd þar á dögunum. Óli Gunnar og Vilberg Andri eru hluti af hópi þeirra ungmenna sem unnu við skapandi sumarstörf hjá […]
COVID-19: Breyttar reglur um sóttkví Posted janúar 10, 2022 by avista Heilbrigðisráðherra hefur breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar byggja á faglegu mati og góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar. „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi eins og framast er kostur, hvort sem við horfum til skólanna, velferðarþjónustu eða margvíslegrar atvinnustarfsemi og eins og staðan er núna eru þetta bráðnauðsynleg viðbrögð.“ segir Willum Þór Þórsson, […]
Haustsýning Hafnarborgar 2022 flæðir að – flæðir frá Posted janúar 10, 2022 by avista Vinningstillaga Sigrúnar Ölbu Sigurðardóttur Listráð Hafnarborgar hefur valið tillöguna flæðir að – flæðir frá sem haustsýningu ársins 2022 úr hópi þeirra tillagna sem bárust undir lok síðasta árs en vinningstillagan var send inn af Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur. Í sýningarhugmyndinni er sjónum beint að strandlengjunni, sem er jafnt stórbrotin og uppfull af smáum lífverum, viðkvæmum gróðri […]
Kristín Sigrún er nýr mannauðsstjóri Posted janúar 7, 2022 by avista Kristín Sigrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar. Kristín hefur fjölbreytta starfsreynslu á sviði mannauðsmála hjá hinu opinbera, í einkageiranum og sem ráðgjafi á alþjóðlegum vettvangi. Kristín Sigrún er með B.Ed. gráðu í uppeldis- og menntunarfræði og MA gráðu í mannfræði frá Danmörku auk diplóma í stefnumiðaðri mannauðsstjórnun. Síðasta ár hefur hún starfað sem […]
Bólusetning barna í Laugardalshöll Posted janúar 7, 2022 by avista Á bólusetningardegi lýkur skóladegi kl. 11 Dagana 10. – 14. janúar munu eiga sér stað í Laugardalshöll bólusetning nemenda í 1. – 6. bekk. Mismunandi er milli skóla í Hafnarfirði hvaða dag og á hvaða tíma nemendur mæta í höllina og fá foreldrar og forsjáraðilar póst þess efnis frá skóla sinna barna en einnig má […]
Rúmlega 3000 hafa skellt sér á skauta í hjarta Hafnarfjarðar Posted janúar 7, 2022 by avista Hjartasvellið verður opið a.m.k. út janúar Á aðventunni varð gamall draumur margra um skautasvell í heilsubænum Hafnarfirði að veruleika þegar Hjartasvellið var opnað í samstarfi við Bæjarbíó. Hjartasvellið hefur fengið mjög góðar móttökur og hafa rúmlega 3.000 einstaklingar á öllum aldri skellt sér á skauta frá því opnað var um miðjan desember. Svellið er frábær […]
Af öllu hjarta þakkar Jólabærinn fyrir sig! Posted janúar 6, 2022 by avista Nú á Þrettándanum – þrettánda og síðasta degi jóla – vill starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar nota tækifærið og þakka innilega fyrir hlýja og góða samveru á aðventunni og yfir jólahátíðina. Hafnarfjörður hefur sjaldan verið eins hátíðlegur og fallegur og það fyrir samstillt átak allra; íbúa, fyrirtækja og starfsfólks. Sérstök athygli er vakin á því að vegna samkomutakmarkanna […]
Einstök samheldni og gestrisni íbúa Posted janúar 5, 2022 by avista Fyrrum aðal verslunargata bæjarins Austurgata var á árum áður aðal verslunargata Hafnarfjarðar. Gatan er dæmigerð fyrir Hafnarfjörð þar sem byggðin, hraunið og fólkið mynda þétta heild. Við götuna standa 15 hús sem eru eldri en gatan sjálf og lögð hefur verið áhersla á að viðhalda götumynd frá upphafi 20. aldar. Samheldni íbúa við Austurgötu […]
Metnaðarfullur handverksbakari Posted janúar 5, 2022 by avista Gulli Arnar bakarameistari hefur rekið samnefnt handverksbakarí við Flatahraun 31 í tæp tvö ár. Gulli er afar kraftmikill og metnaðarfullur ungur maður sem kom með ferskan blæ inn í flóru bakaría í Hafnarfirði, þar á meðal margar nýjungar sem ekki höfðu verið fáanlegar áður í bænum. Hjá handverksbakaríinu er passað vel upp á að […]
Styrkir til menningarstarfsemi Posted janúar 4, 2022 by avista Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti. Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2022. Tvisvar á ári auglýsir menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar eftir umsóknum um styrki til menningarstarfsemi og eflingar á hafnfirsku menningarlífi. […]