Category: Fréttir

Tilraunaverkefni um sérhæfða skilnaðarráðgjöf framlengt

Félagsmálaráðuneyti hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefnið Samvinna eftir skilnað (SES) til júní 2022. SES er annars vegar rafrænn fræðsluvettvangur fyrir foreldra í skilnaðarferli og hins vegar sérhæfð skilnaðarráðgjöf á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og byggir efnið á nýjustu þekkingu, rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks. Hafnarfjarðarbær hefur boðið upp á skilnaðarráðgjöf frá […]

BROSTU-regnbogabraut á Strandgötunni

Á Strandgötunni, milli Bókasafnsins og Bæjarbíós, má finna BROSTU-regnbogabraut. Verkið er unnið í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð og er ætlað að gleðja augað og minna okkur á það einfalda en jafnframt áhrifaríka ráð, að brosa. Það var listahópur Vinnuskólans sem sá um að mála verkið og gerðu það með stakri prýði.   Brosum breitt á […]

Höfgar Nauðir – Skapandi sumarstörf

Róttækt innsetningarverk í mótun  Málefni sem skiptir máli Listakonan og aðgerðarsinninn, Þorbjörg Signý Ágústsson, hefur á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði, unnið að innsetningarverkinu Höfgar Nauðir, sem snertir djúpt á mikilvægum málefnum varðandi aðstöðu kvenna hérlendis. Þorbjörg segir verkið eiga að túlka og standa fyrir því misrétti sem snertir allar konur á einn eða annan […]

Heimboð og heimsóknir við útskrift úr leikskóla

Útskrift úr leikskóla er stór stund enda yfirleitt um að ræða fyrstu útskriftina og merkan áfanga í lífinu. Í haust tekur við 10 ára grunnskólaganga og útskriftarhópar leikskólanna að vonum spenntir fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér. Hefð hefur skapast fyrir því að útskriftarhópar m.a. frá leikskólanum Hlíðarenda heimsæki bæjarstjóra í ráðhús Hafnarfjarðar […]

Útivistarsvæði á Norðurbakka – yfirborðsvinna er hafin

Í apríl 2021 óskaði Hafnarfjarðarbær eftir tilboðum í verkið Norðurbakki – útivistarsvæði sem felur í sér endurgerð á yfirborði bryggju og bryggjukanti við Norðurbakka í Hafnarfirði. Verktækni ehf reyndist með hagstæðasta tilboðið og var snemmsumars gengið til samninga við þá um framkvæmdina. Yfirborðsvinna er hafin.  Fjölbreytt og heillandi útivistarsvæði  Um er að ræða útivistarsvæði og […]

Rafræn heimsókn til Ungverjalands

Formlegu samstarfsverkefni lauk með rafrænni heimsókn til UngverjalandsErasmus+ verkefni um hugmyndir og nálgunarleiðir í þjónustu við fatlað fólk Samstarfsverkefni þriggja þjóða  Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni hefur frá árinu 2018 verið þátttakandi í Erasmus+ verkefninu „Communication is the path to integration“ (contract No. 2018-1-LT01-KA204-046976) eða „Samskipti/tjáskipti eru leið til samþættingar“ sem er um hugmyndafræði og nálgunarleiðir í […]

Áhersla á gleði og uppbyggingu innviða sumarið 2021

Hugmyndasöfnun stendur yfir

Hjarta Hafnarfjarðar skín skært Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 fyrir sumarið 2021 sem tekur til stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins. Áætlun tók og tekur til aukins fjölda sumarstarfa, örstyrkja og eflingu menningar og lista í Hafnarfirði sumarið 2021 […]

Ný heildarmynd fyrir miðbæ Hafnarfjarðar

Ráðhústorg verði ,,grænt“ torg með áherslu á gróður, vatn og minni samkomur Heildarmynd fyrir miðbæ Hafnarfjarðar var kynnt á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í lok síðustu viku. Samkvæmt nýjum tillögum er Thorsplan áfram hugsað sem aðaltorgið í hjarta Hafnarfjarðar og Ráðhústorg, sem í dag er lagt undir bílastæði m.a. fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar, kynnt sem grænt torg […]

GYM Heilsa opnar nýja stöð í Ásvallalaug

Hafnarfjarðarbær og GYM Heilsa ehf. hafa samið um leigu á húsnæði í Ásvallalaug sem ætlað er undir líkamsræktarstöð. Þar mun GYM Heilsa opna sína aðra líkamsræktarstöð í Hafnarfirði en fyrirtækið hefur frá árinu 1999 rekið stöð í Suðurbæjarlaug. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Kjartan Már Hallkelsson, eigandi GYM Heilsu, skrifuðu í vikunni undir leigusamning til […]

Framtíðarhúsnæði Tækniskólans rísi í Hafnarfirði

Fulltrúar stjórnvalda, bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og Tækniskólans undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir skólann við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þörf Tækniskólans fyrir nýtt húsnæði er mjög brýn, enda starfar hann nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið. Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir […]